Sunday, November 30, 2003

Loxins horfði ég á The Matrix
Einhvern tíman fattaði ég að skortur minn matrixmyndaglápi væri alvarleg vandamál. Eftir að hafa sníkt myndir 1 og 2 á DVD frá Kristjáni hennar Ralldiggnar þá var glápt á herlegheitin um helgina. Já liggjandi undir teppi glápandi á Matrix, hvað getur verið betra. Jú gera eitthvað annað undir teppinu hahahaha.

En þessar myndir. Jú þær eru ágætar og hugmyndafræðin á bakvið þær ágæt en ég verð nú samt eiginlega að játa það að ef ég hefð verið að gera þessar myndir þá hefði ég látið eina mynd duga og stytt þessar hálftímalöngu bardaga og kappaksurssenur niður í svona tveggja mínútna búta. Það er hálf þreytandi að horfa tímunum saman á bíla fljúga í loftköstum á einhverri hraðbraut eða fólk svífa um loftinu, verða að vaxi, áli og holdi til skiptis, beygja sig frá byssukúlum og fljúga milli háhýsa eða landshluta ef svo ber undir. Kostur að þetta DVD dót er með góða hraðspilun. Þess utan hin besta skemmtun.

Skondið að horfa á myndirnar hvora á eftir annarri og sjá að í fyrr þýðingunni var Matrix þýtt sem Draumheimur minir mig en í þeirri seinni sem Fylkið. Sá ekki hvort Halli vinur minn þýddi aðra hvora en varla þá síðari því sá sem þýddi Matrix sem Fylki hlýtur að hafa farið í linulega algebru aðeins of oft!

No comments: