Thursday, October 02, 2003

Ekki tókst mér nú að vera lengi í bloggpásu
Enda engin ástæða til að leggjast í eymd og volæði og ég er reyndar ekki lengur viss um að ég geri alla hluti vitlaust eða bara vitlausa hluti. T.d. held ég að fiskigrauturinn sem ég bauð sjókonuekklinum honum karli föður mínum uppá og systur líka (minni systur sko) hafi verið hrein snilld. það er að minnsta kosti enginn búinn að fá í magann ennþá. Að minnsta kosti ekkert rosalega mikið. Að minnsta kosti ekki ég.

Annars undarlegt að mér sýnist að það hafi bara verið vel í meðallagi traffík á síðunnu minni síðan ég lýsti yfir bloggpásu. Spurning hvað gerist núna. Og ekki síður eftir að ég verð búinn að blogga um æfintýri bændaglímunnar þar sem ég er sko genginn til liðs við lang besta liðið, Lubbu og Ernina [... Laufey og Ernirnir þannig að Google geti fundið þetta ... ] !!! Animal farm hvað???

Reyndar fæ ég líklega ekkert að golfa heldur bara vera svona burðardýr en það er örugglega bara miklu betrara!

Annars var ég að sjá að það voru einhverjir tómir óvinir að skoða síðuna mína því langvinsælasta leitarorðið í dag er búið að vera "Fríða og dýrin". Allt tómir lúserar sem eru að skoða síðuna mína hmmmmm.........

No comments: