Sunday, November 02, 2003

mánudagur til matar
Rakst á snilldarlegan pólskan málshátt þegar ég var að finna eitthvað til að hafa í matinn á mánudaginn:

Ef fiskur á að bragðast vel verður hann að synda þrisvar í, í vatni, í smjöri og í víni.

Reyndar vel ég nú reyndar yfirleitt einhverja dýrindisolíu frekar en smjörið sem getur samt verið ágætt. Þetta fann ég hins vegar á uppskriftir.is, alveg eins og þessa uppskrift sem ég er að hugsa um að bjóða uppá, gúllassúpa með beikoni. En á þessi ágæti uppskriftavefur rifjaðist upp fyrir mér þegar ég villtist inn á tenglasíðu einhvers fólks sem ég þekki ekki neitt en hefur líklega verið að lesa bloggið mitt eikkurntíman nýlega. There is someone out there I believe!

En annars, líklega verður eldamennskan á mánudaginn eitthvert sambland af þessu gúllasdóti með beikoni og þessu hérna frá Hagkaup. A.m.k. þá ætla ég að hafa seljurót í þessu frekar en kartöfflur og held líka að það verði að vera gúlrætur þarna með. En leist hins vegar vel á beikonið og að hafa cummin í þessu, algjör snilld. Verð bara svangur við tilhugsunina....

No comments: