Tuesday, June 15, 2021

Það gerðist víst í gær, 14. júni

Þetta reynist mér vonandi sæmilega. Kom í ljós seinna um daginn að hurðina farþegamegin er ekki hægt að opna utanfrá. Það vonandi græjast í næstu viku þegar hann fær líka krók á sig aftanvert. Ég meina... er ekki megintilgangur bíla að bera hjólagrind þannig að hægt sé að komast eitthvað frá höfuðborginni til að leika sér á reiðhjóli!

Gosferð hin fimmta, 12. juní 2021


Ég hálfskammast mín fyrir litla frammistöðu en ég fór bara í fimmta sinn að eldgosinu við Fagradalsfjall um síðustu helgi. Kominn einn og hálfur mánuður síðan ég var þarna síðast og talsvert er þetta orðið með öðru sniði en var. Þetta var dálítið eins og hvert annað túristasvæði og minnti dálítið á Geysi í Haukadal stemningin. Og svo hefur bæst við talsvert mikil þotuumferð. Mér sýnist að flestar millilandaflugvélar lækki flugið yfir gosstöðvunum.

Var einn að þvælast og í raun á heimleið frá því að skoða bíl á Selfossi sem ég ætlaði e.t.v. að kaupa en er víst núna úr sögunni því ég keypti mér eitthvað allt annað.

Hraunið er ammars komið út um allt og ekkert hægt að komast að gígnum sem vellur aðeins úr en sýnileg virkni var lítil fannst mér. Hraunið er að verða þokkalega myndarlegt en þetta er í fyrsta skipti sem mér fannst að orðið "ræfilslegt" ætti e.t.v. við eitthvað af upplifuninni.