Sunday, May 30, 2021

Skokkað um brunarústir Heiðmerkur

Heiðmerkurskokk í dag sem varð meira göngutúr til að skoða hvernig brunasvæðið er að þróast. Þó þetta sé talsvert skelfilegt þá er líka mjög áhugavert að fylgjast með hvernig gróðurinn ýmist tekur við sér eða tekur ekki við sér.

Skráð inn löngu eftirá af Facebookfærslu

Wednesday, May 05, 2021

Heiðmekureldar

4. maí

Ekki það skemmtilegasta sem ég hef ljósmyndað. Einn af þeim stöðum sem skiptir mig hvað mestu máli brennur eins og ég veit ekki hvað! Ég varð að sjá hvað væri að brenna enda heldur RUV því fram að þetta sé við Vífilstaðavatn. Þetta er hins vegar sunnan Hjallabrautar eitthvað rétt vestan við þar sem Ullarstígurinn liggur yfir Hjallabrautina.

Ég gat ekki séð að slökkvistarfið mætti sín mikils því miður en vonandi næst að slökkva í þessu áður en allt hólfið sem er afmarkað af vegum brennur.
Kúlupanorama hér: https://kuula.co/post/7SsFx



Daginn eftir... 5. maí

Fór upp í Heiðmörk að skoða verksummerki eftir eldinn. Þó þetta sé ekki gott og líti ekki vel út þá er þetta skárra en ég hélt eða óttaðist. Líka alveg ljóst í mínum huga að slökkviliðið hefur unnið þrekvirki.
Kúlupanroma er https://kuula.co/post/7Sy6L og https://kuula.co/post/7SynZ

Skráð inn löngu eftirá af Facebook færslum.