Davíð Attinborni
Það má svo sem segja að það sé auðvelt að vera vitur eftirá en hvernig í óskupunum datt einhverjum í hug að fá hingað heimsfrægan mann, láta hann flytja yfirmáta áhugaverðan fyrirlestur með ókeypis aðgangi en hafa bara pláss fyrri tvöhundruð manns. Láta síðan Endurmenntunarstofnun HÍ senda á alla sína kontaktlista sem telur örugglega stóran hluta íslendinga til að trekkja að. Ég hafði að minnsta kosti vit á því að fara ekki neitt. Enda hefði maður annað hvort þurft að fara fýluferð eða bíða í að minnsta kosti klukkutíma!
Af hverju var ekki pantað háskólabíó og þá bara selt inn svona fyrir því sem bíóið kostaði ef þetta var spurning um pening.
Ég dreg verulega í efa að fýluferðir séu góðar til að auglýsa bók eða eitthvað annað.
Og síðan sem þú ert örugglega að hugsa, hvað er jólasveinninn að fjasa þetta, heldur hann að það nenni einhver að lesa þetta????
Svar: Já þú nennir greiniliega að lesa þetta því annars værir þú ekki að því. Og af hverju? Það eru tvær ástæður. Sú fyrri er að ég varð allt í einu andlaus og sú seinni er að mig eiginlega langaði en nennti ekki að fara fýluferð!
No comments:
Post a Comment