úr dagbók lögreglunnar
Síðdegis á föstudag sá lögregla til manns sem var mjög æstur, öskraði að ökumanni bifreiðar sem þar var, barði á rúður hennar, sparkaði í bílhurðina og hrækti á rúðuna. Að lokum fór hann í bíl sinn, náði í appelsínu og henti henni í bílrúðu fyrrnefndu bifreiðarinnar. Þegar grennslast var fyrir um háttalag mannsins kom í ljós að reiði hans var tilkomin vegna ógætilegs akstur ökumannsins. Að þessu tilefni vill lögregla benda ökumönnum á að gæta varúðar og stillingar í umferðinni.
No comments:
Post a Comment