Saturday, December 31, 2005

Áramót!

I wish you all a good year 2006


Nú skal öllum óskað gleðilegs árs og þakkað fyrir öll innlitin á bloggið mitt og allt annað gott á því herrans árinu númer tvöþúsundogfimm sem er að klárast.

Er með einhvern krankleik þannig að áramótin verða bara róleg. Þarf sem snarast þess vegna að kaupa einhverja skotelda og svo líka skvera mér til einhvers doktors til að láta rannsókna mig. Nei ég er ekkert að drepast en það var eitthvað í gær eins og það átti ekki að vera.

Já og reyndar þarf ég líka að komast með kort í póst. Það voru nefnlega jól um daginn og þá náðist ekkert að klára fólikortin. Þeim var þess vegna breytt í áramótakort. Eins og það sem er hér að ofan. Sú kortagerð kláraðist hins vegar ekki fyrr en í gær einhvern tíman. Þetta er samt kannski orðið svo seint hjá mér að ráð væri að breyta þessum kortum í þrettándakort... nú eða bara páskakort!

En svo var búið að loka fjárans pósthúsinu í gær þegar átti að koma þessu í póst svo frímerkin fengust ekki. Fann reyndar einhver gömul í skríni mínu einhvers staðar. En þá var skundað í ammælisveislu Hrafnhildar á Tómasi og því enginn tími til að koma kortum í póst. Svo varð reyndar ammælisveislan hálf endaslepp vegna krankleikans en ætli maður reyni ekki að finna einhvern ´póstkassa núna á eftir. Vona bara að hann verði þá ekki sprengdur í loftupp. Ef þú sem þetta lest átt von á korti frá mér og færð ekki neitt þá sem sagt stafar það líklegast af því að póstkassinn hafi verið tætlusprengdur í látum áramótanna.

En hvað um það...

Gleðilegt ár!


Tuesday, December 27, 2005

Öllum óskað gleðilegra jóla

Merry Christmas
Héðan af Laufiveginum er öllum óskað gleðilegra jóla. Við höfum haft það obbslega gott í alls konar jólaboðum og herjarinnar áti og varla komist til að kveikja á tölvum fyrr en núna þessi jólin.

Jólakveðjur og þúsund kossar á alla!

Monday, December 19, 2005

Svolítið undarlegt

Að hugsa til þess að hestarnir sem ég sá í gær séu líklega ennþá einhvers staðar hýmandi úti á Skógasandi.


icelandic winter horses 1

Segir maður annars ekki hýmandi frekar en hímandi? Hef aldrei skrifað þetta áður. Mig langar eitthvað!

sumar helgar!

winter horses 2

Íslenskir vetrarhestar úti á Skógasandi


Helgin þessi var sú ágæt ein. Veit ekki hvað á að bloga um hana eða hvar á að byrja.

Það væri til dæmis hægt að blogga um það að föstudagskvöldið var tómt vandamál þar sem allt of margt átti að fara að gera það kvöld. En eftir hafa valið og hafnað var fyrst spilað fimbulfamb og drukkinn bjór með. Síðan var drukkið eðalviskí a la Snorri og svo var bara farið í bæinn.

Stuðið átti að vera á Nösu með Hjálmum og fleirum en það þótti of stutt eftir þannig að við skunduðum bara á Thorvaldsen. Enda sá staður í alveg sérlegu uppáhaldi hjá Hönnu Kötu. Nú enda sýndi það sig að við fengum ekki inngöngu. Engan hér í flíspeysu takk og alls ekki í hvítum strigaskóm. Allir ammilegir staðir eins og Thorvaldsen eru með vel útpældan dress code.

Ég er annars að hugsa um að gera tilraun, hvort ég komist inn á Thorvaldsen í lopipeysu!

Svo var horft á dyrnar á Prövdu en þar stóð eitthvað um snyrtilegan klæðaburð og strigaskórnir voru enn til staðar þannig að áfram var haldið og ekki látum linnt fyrr en komið var í hús málarans.

Þar var setið drykklanga stund og spáð í liðið. Undir handleiðslu yfirlöggunnar var farið í greiningarkeppni díástands liðsins og var það dálítið sérstakt fyrir okkur óinnvígð í þann heim. Einhverjir voru víst eitthvað steinrunnir sá sérfræðingurinn!

Á laugardeginum var drattast úr bænum einhvern tíman undir kvöld og farið í sýnisferð austur í Fellsmörk. Gekk það tíðindalaust fyrir sig í roki og mýgandi ringingu alveg þangað til komið var að einni smálækjarsprænu. Já, já ekkert stór en reyndar svona einhver hluti af Hafursá sem er Jökulá en á veturna eru hvort sem er allar ár sæmilega tærar.>

ÉG: Er nokkuð mál að fara hér yfir?

HK: Veit það ekki, þekki þetta ekkert en er það nokkuð?

Og ég þá út í á Ventó... Æ... laust í botninn, krafla mig uppúr en æ... það var enginn vegur þarna áfram bara einhverjir malarahaugar úr ánni.

ÉG: Eigum við ekki bara að skilja bílinn hér eftir og sækja hann á morgunn....

Það var sko grenjandi rigning, rok og kolniðamyrkur en ekkert svo langt eftir í kofann og við hvort sem er útbúin til að klára þetta gangandi þannig að ég bara opnaði dyrnar og ætlað að stíga út en...

ÉG: Æ nei... hmmmmm.... það er ekkert mjög gæfulegt að skilja bílinn hér eftir, við erum úti í á.

Svo var hjakkað fram og til baka þannig að hægt væri að snúa við.

HK: ÆÆÆ þú ert að klessa á girðinguna

ÉG: Mér er fjandans sama um þessa helvítis girðingu.....

Eitt hjakk

ÉG: Æ nei annars, ég á þessa girðingu víst. Best að eyðilggja hana ekki alveg.

Þetta þótti víst fyndið!
Smá hjakk....
´
ÉG: Eigum við ekki bara að skilja bílinn eftir hér, hann er kominn á þurrt.

HK: Hmmmmm

HK horfir á mig eins og ég sé að missa vitið...
Smá vangavelta....

ÉG: Nei mér líst ekki á það, hann er að byrja að sökkva!!!!

Smá hjakk... bíllinn næstum fastur....

ÉG: Það er ekki nema um eitt að gera, taka bara sveiginn hér niður ána og ná upp á bakkann þarna hinum meginn....

.... hinum meginn var sko í myrkrinu einhvers staðar.

Svo var keyrt með gusugangi yfir og bíllinn bara staðinn. Eða því hélt HK að minnsta kosti fram, eftir að hún kom hlaupandi á harðaspretti yfir á eftir bílnum.

En... þetta var æðisleg ferð!!!



Á heimleiðinni hittum við nokkra káta klára sem biðu af sér hríðina á Skógasandi. Sjá félagana efst í færslunni. Þeim var klappað, þeir voru myndaðir og við þá var rætt á Pjásamáli!

Svo var sunnudagskvöldið bara ágætt í lambalæri hjá pa&mö og svo komið við á Tómasi á bakaleiðinni.

Seint og um síðir ákváðum við að fara í fatabreytngar heima hjá mér. Það gengur náttúrlega ekki að HK sé í fötum í fullorðinsstærðum þannig að við ákváðum að minnka þau aðeins ..... Já þessar þvottavélar og þurrkarar. Hvílíkar grægjur! Það er sko ekki bara hægt að þæfa í þeim heildur líka breyta stærðum.

Friday, December 09, 2005

Brjálaðir tólfleikar

Það var farið á brjálaða tólfleika í gærkvöldi bara svakastuð. Eftir að hafa borðað lambakjet hjá honum Tómasi með fríðu föruneyti var nebblega ætt á Austurvöll og farið á nasir hvar Baggalútr nokkr hélt uppi stuðinu. Ég var reyndar svikinn um dansiball en það var samt stuð. Sá jafnvel ekki betur en kindin væri komin upp á borð í öllu stuðinu. Sjálfur sat ég nú bara með hönnukötu hinn spakasti að vanda.

Játs, það var stjuð!

Tuesday, December 06, 2005

Í tunglskini sunnudagseftirmiðdagsins

moonlight 3

Nei ekkert merkilegt - bara ein ljósmynd.
Dálítið eins og tunglið hafi verið að skína á okkur í sunnudagsgöngutúrnum á Keili.

Monday, December 05, 2005

helgin ..............

HK on mt keilir

HK uppi á Keili á sunnudaginn

Þetta var einhvern veginn helgi, bæði með laugardegi og sunnudegi. Reyndar má telja föstudagskvöldið með þegar útgáfupartý ljósmyndakeppni.is var haldið hjá Nýherja af öllum stöðum. Bókin sem var að koma út er rosalega flott finnst mér að minnsta kosti, hversu dómbær sem ég er nú á það. Er mjög sáttur við eigin myndir þar. Reyndar var þetta allt eitthvað á síðustu stundu hjá prentsmiðjunni og frágangurinn þannig ekki alveg eins og hann hefði átt að vera en það er bara eins og gengur. Bókin sjálf er í alla staði hin glæsilegasta verð ég að segja!

Annars var þetta einhvers konar svona helgi sem ég veit ekki alveg hvernig var en það var mart ágætt. Fór á skíði upp í Bláfjöll með Hönnu Kötu þegar hún bar búin að byggja virkjunina uppi á Hellisheiði. Svo var farið í fjallgönguna sem myndin sýnir upp á Keili á sunnudaginn.

Hef svo eitthvað lítið hitt ættingjana mína en var aðeins bætt úr því núna um helgina. Náði reyndar næstum að missa af að hitta Ragnheiði frænku mína og Ingibjörgu á sunnudeginum þar sem fjallgangan tók allt of langan tíma. Svo var farið í leikhús að sjá og heyra Editi Pjaff. Barasta ágætt. Fór svo heim einhvern veginn úrvinda á sál og líkama.

Hitti annars líka fólk um helgina sem ég hefi ekki hitt í háa herrans tíð. Óla Jón sem var að þvælast á Select. Ætlaði nú varla að þekkja hann. Svo Siggu Völu stjörnuryk sem rakst á mig í fatahenginu í Þjóðleikhúsinu og ég þekkti nú eins og skot enda eins gott að átta sig þegar maður hittir fólk í hálfa sekúndu!


....

huh

1. When is the last time you moved?


Nóvember 2001 minnir mig


2. How many times in your life have you moved?


Þrisvar held ég bara


3. In your opinion, what is the worst thing about moving?


Safna saman öllu þessu helvítis drasli og koma því fyrir á nýjum stað


4. What is the most exciting thing about moving?


Að borða pizzu í nýrri íbúð!


5. If you've lived in the same place all your life, do you plan to move in the future?


Á líkklega ekki við


6. Do you WANT to move somewhere else; if so, where?


Æ veit ekki en þarf að flytja fljótlega

Monday, November 28, 2005

að gefa eða ekki gefa öndunum eða verða bara í öðru sæti

Þessi mynd hér:


hamagangur hjá öndunum

eða ein rosalega svipuð átti eiginlega að vera með síðasta bloggi.

En þar sem ég setti myndina í myndakeppni á ljósmyndakeppni.is þá tók ég hana út. Núna er hins vegar alveg hægt að setja hana inn aftur þar sem keppnin er sko búin og ég barsta í öðru sæti. Já, ég er dáltið gefinn fyrir önnur sæti þarna!

Sunday, November 20, 2005

bara sona helgin...

Það var gefið öndunum í dag. HK var í passarhlutverki og það var farið niðuir á tjörn að gefa öndunum. brauðsneiðarnar hurfu ofan í fugldýrin í heilu lagi er mér næst að segja. Svo brúkuðu flygildin vængjapeysurnar sínar og gátu bara flogið í burt.

Annars allt of góð helgi. Á föstudaginn voru jól með tilheyrandi áti og gleðskap hjá Tómasi. Það var dansað og allt en reyndar ekki í kringum jólatré sem var svo sem allt í lagi því við fengumþennan rosagóða súkklaði búðing í eftirrét. Og núts, svo var líka hænan í pottinum tær snilld... enda svo vel úrbeinuð!

Laugardagskvöldið var átveisla matgæðinga og rosa fínt hjá Krús og Sigg. Reyndar ekki dansað berfætt upp á borði en það var karókí sem reyndar enginn nennti að hlusta á. En hvaða máli skipti það þegar þvílíkir hæfileikar voru annars vegar.

Sunnudaginn átti svo að nota eitthvað vinnutengt en það fór fyrir lítið. Leti og svefnskapur og svo þurfti auðvitað að gefa brabra!


....

Saturday, November 12, 2005

Að vera ferlega ánægður

Það er ferlegt að vera ekkert ánægður en þá er svaklega gott að vera ánægður með eitthvað.


My new socks
Ég er til dæmis alveg ferlega ánægður með sokkana sem HK gefði mér.
Veit samt ekki alveg hvernig þeir myndu fitta inn í vinnunni minni.
Ég var annars um daginn berfættur í sandölum í svona tvo klukkutíma
og ég held ég hafi aldrei nokkurn tíman vakið jafn mikla athygli.
Samt eru tærnar á mér ekkert sérlega ógisslegar held ég!
..........
my current desktop background

Svo er ég ferlega ánægður með
nýju lopipeysuna mína með rennilásnum.
Ógissla kúl held ég að minnsta kosti.
my lopapeysa

Svo er ég líka ógissla ánægður með geisladiskinn með John Lennon og Yoko Ono sem ég kaupti í vikunni á helminginn af tvöþúsundogtvöhundruðkalli þegrar ég læsti mig úti í aulaskap mínum og labbaði mér niður í skífu þannig að ég myndi ekki frjósa í hel á meðan ég var að bíða eftir hjálparsveit skáta til að bjarga mér. Samt var ég nú reyndar í lopipeysunni en það var samt skítkalt. Annars held ég að ég hafi verið eitthvað plataður þegar ég kaupti þennan disk. Ég held að hann sé eldgamall. Hef reyndar ekki skoðað ártalið á honum en ég held að hann hafi verið tekinn upp áður en ég fermdist. Enda man ég ennþá að séra Lárus sem fermdi mig talaði um að það mætti ekki líta á látinn bítil sem guð. Ég var samt svo vitlaus á þeim tíma að ég vissi ekkert hver þessi John var. Ég vissi reyndar hver Paul var en það er ekkert það sama.

Ég fermdist nú samt og fékk alveg fullt af peningum í fermingargjöf sem ég er líklega löngu búinn að eyða í eitthvað sem ég hef ekki lengur hugmynd hvað er eða var... hér fer víst betur á þátíð en nútíð.


Annars þar sem ég byrjaði á að segjast vera eitthvað ferlega óánægður þá þarf kannski að koma fram að ég er eiginlega aðallega svona vinnubasllega óánægður. Það gengur stundum ekki baun í bala... ég er svona eiginlega bara óánægður með eitthvað mig sjálfan en ekkert annað fólk sko.

Svo er ég líka ánægður með að það verða jól um næstu helgi og svon líka er ég ferlega ánæðgur með að Nikon er að setja á markað myndavél sem ég verð endilega að kaupa mér. Kostar reyndar fullt af peningum en þeir vaxa hvort sem er á trjánum eins og allir vita.

Tuesday, November 08, 2005

Þegar bloggið manns var sakað um að vera ekki blogg

Játs, bloggið mitt er að verða ekki blogg. Það skal ekki gerast svo lengi sem ég hefi fingurgóma til innsláttar og einhverjar slitur af heilaberki til að gefa þeim fingurgómum ordrur.

Minn fór í fyrsta skipti á blind-movie. Það er sko svona eins blind date en er ekki að fara á date heldur bara í bíó. Ég var náttlega verulega spenntur því þetta var svo þvílíkt spennandi mynd gerði ég ráð fyrir og hún var það. Þetta var svona ættarsaga sem gerðist á tæpu ári. Hófst með gríðarlega langri göngu og svo alls kyns ástaræfintýrum og svo mjög opinskáum kynlífssenum. Hmmm ..... nei annars, þær voru kannski ekkert svo rosalega opinskáar. En það kviknaði samt líf út frá öllum hamaganginum og þá fór spennan nú vaxandi. Svo var ungað út og þá var myndin fljótlega búin með svona alveg þokkalegu happy ending. Ég verð reyndar að játa að ég hef aldrei séð aðra eins mynd enda var hún um mörgæsir. Já, gaman að þessu!

Annars er allt eitthvað að gerast eða að minnsta kosti allt of mikið að gerast. Það á að fara að selja ofan af mér og núna ætti ég ekkert að vera að blogga eitt né neitt heldur að vera í einverri heví tiltekt.



....

Tuesday, November 01, 2005

Frábær Kárahnjúkamynd í sjónvarpinu

Ég bókstaflega verð að skrifa eitthvað um þetta því þetta var svo frábært. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig!

Taka 1:

Þetta er með ólíkindum! Það er verið að byggja tvær virkjanir uppi á hálendinu. Önnur er alltaf í fréttum og þar er allt í klessu. Gengur ekkert að bora einhver göng og allir brjálaðir út af því að verkakarlarnir fá ekkert borgað og lúsarlaununum þeirra er hreinlega stolið af þeim.

Það var verið að sýna frá hinni virkjuninni í sjónvarpinu. Þar gengur allt æðislega vel og allt er alveg rosalega skemmtilegt. Reyndar gekk eitthbvað illa að bora en það er allt að komast í lag og það fór einhver slyppstöð á hausinn en það er aukaatriði. Það sem skiptir öllu er að mötyneytið er frábært, það er fullt af glöðum krökkum þarna og verkakarlarnir sem eru flestir frá Kína fá að horfa á sjónvarpið í sérstökum stílhreinum setustofum!


Taka 2:

Ég var að horfa á mynd Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun og einhvern veginn datt mér í hug áróðursmynd frá Sovétríkjunum sálugu!


Taka 3:

Mikið var að einhver kom með rétta lýsingu af Kárahnjúkavirkjuninni. Ekki þessar eilífu neikvæði fréttir sem hafa tröllriðið öllu í fréttum. Nei, núna var virkjunin sem er auðvitað stórkostlegasta framkvæmd Íslandssögunnar ef ekki heimssögunnar sýnd í sínu rétta ljósi. Þarna er verið að vinna þrekvirki við hinar erfiðustu aðstæður og í raun aðdáunarvert að verkið skuli halda áfram!

Sunday, October 30, 2005

Að vera eða ekki vera 70% víraður!

You Are 70% Weird

You're so weird, you think you're *totally* normal. Right?
But you wig out even the biggest of circus freaks!

Ætli það sé annars ekki best að fara að sofa!

Svona ýmislegt

Kannski svo margt að gera að það gefst enginn tími fyrir blogg. Annars þegar maður nær ekki að skrifa eitthvað sem maður eiginlega verður að skrifa þá verður bloggið dáltið útundan. En er samt enginn aumingjabloggari ef einhver ætlar að fara að brigsla mér um það.

En það hefur svo sem eitt og annað verið að gerast. Var í hlutverki leiðsögumanns að sýna útlendingi sem kom að ljósna um okkur í vinnunni minni í vikunni. Tókum hann í helvíti fínan túr, alveg einstaklega frumlegan þar sem við skoðuðum t.d. merkan stað sem er kallaður Þingvellir þar sem Ameríka og Evrópa mætast. Alveg meðólíkndumerkinlegt! Svo skoðuðum við hvítfrussandi hverapitti einhvers staðar á Suðurlandi þar sem að auki ég fékk hamborgara með þeim söltustu frönsku kartöflum sem ég hefi nokkru sinni séð. Ég sver það við skegg spámannsins að ég skóf sentimeters þykkt lag af salti utan af hverri kartöfflu. Eða kannski var það millimeters þykkt. Skiptir ekki máli. Noktun á salti í sjoppunni á Geysi er heilsuspillandi. Nú, svo skoðuðum við rosalega fínan foss þarna í nágrenninu sem fellur í einhverjum tveimur stöllum. Það var annars mikið æfintýr þar sem hinn stórhættulegi göngustígur þangað niðreftir var allur ísilagður og við duttum hver um annan þveran. Reyndar datt enginn í fossskrattann en það munaði ekki mjög miklu. Líklega ekki nema svoina 50 metrum. Rúsínan í pulsuendanum var svo að finna eitthvað blátt lón rétt hjá eiturspúandi jarðvarmaveri þar sem við gátum svamlað um tíma. Jábbs, ég hafði ekki neina einustu hugmynd um að landið hefði upp á öll þessi ósköp að bjóða.


two men and two shadows
Á svelluðum stíg fossskrattans


Þetta blogg mitt núna er annars svona safnblogg þannig að það má alveg fljóta með að á föstudagskvöld var mér bjótt lofkastalaklæddum í Iðnó af Hönnu Kötu að sjá mína eigin konu. Barsta rosva gjaman.

Svo í gær fór mínn á badminton mót. Nei ekkert sem áhorfandi heldur sem virðulegur keppandi og varð ekki neðstur þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu og beylglaða öxl.

Nú svo núna áðan var ekið austur um sveitir. Gætt að músahúsinu sem hefur enn ekki verið étið og einnig einum kettinum til komið þar ofan í moldina.


the icelandic south coast road
Það var föl á Suðurlandinu

En sit núna einn heima hjá mér kominn með hor í nös og geri ekki almennilega ráð fyrir að skrönglast í vinnuna á morgun.

Friday, October 21, 2005

og líka

kamnski má bæta því við þessa hræðinlega löngu bloggfærslu hér að neðan að ég varð svo syfjaður í gjærkvöldi að ég sofnaði í hausinn minn á meðan ég var á msn.

Svo fór ég til tannlæknirins míns í morgunn og hann fann heila holu sem hann ákvað að stækka með ægilegum borum - bæði honum litla skræk og frænda hans honum stóra rámi. Varð úr því ægilegt ginnungargap sem fyllt var með hvítu plasti.
Svo át ég einhverja ógeðis steik í hádeginu sem öllum fannst góð en mér fannst bara lala og svo fékk ég í magann af henni.

Lox tók ég á það ráð þegar ég kom heim að þvó svitaskítablautufötin úr töskunni minni sem gleymdist alveg í gær.

Já og segi ég þá aman eftir þessari færslu þar sem hún á ekki að vera svona skelfinlega löng eins og færslan sem var gerð á undan.... og þó verð að taka fram að þar sem það er komið fram yfir miðnætti þá er í dag í gær og í gær í fyrradag. Þar sem minn dagur byrjar ekki fyrr en ég er búinn að sofa og það er ég að hugsa um að fara að gera hvað úr hverju.


....

Thursday, October 20, 2005

að vera of...


....utan við sig...

Ég þori nú varla að upplýsa um mitt síðasta afrek á sviði utanviðsmennsku.

En þetta byrjaði svo sem allt voðalega sakleysislega. Svona rétt eins og einher sem byrjar reykingaferilinn á því að draga bara að sér andann, svo veit hann ekki fyrr til en það er komið eitthvað logandi rör sem andað er í gegnum og svo bara er maður farinn að reykja. En nei... ég er ekkert farinn að reykja ... ætti ekki annað eftir.

En það var einhvern tíman rétt fyrir hádegið í gær að ég sá að hetjurnar í vinnunni minni voru allt í einu bara komnar í hlaupagallann og eitthvað rosalega heilbrigðar. Rámaði mig þá allt í einu í hlauparagallann minn sem var fyrir löngu orðinn úrkula vonar um að verða notaður aftur nema einhver myndi hreinlega brjótast inn í bílinn minn og stela honum. Nei, ég fékk sem sagt þessa fáránlegu hugmynd að skokka bara líka og þá í þessum hlaupagalla.

Þetta reyndist vera þjóðráð. Hlaupagallinn varð sveittur, sæll og skítugur en ég bara dauðuppgefinn. Enda kom það á daginn að mér gekk mikið betur að treina þessa 5 kílímetra í einhvern almennilegan klukkutíma skokktúr heldur en hinum sem bara æddu áfram og fóru frekar illa með suma kílómetrana og gáfu þeim ekki nema einhverjar vesælar fimm mínútur.

En hvað um það. Taskan með blautu og skítugu dóti endaði undir skrifborðinu og gleymdist þar að sjálfsögðu. Ég hins vegar sem krónískur vinnusjúklingur átti auðvitað leið í vinnuna aftur seint um kvöldið og þá allt í einu kom þessi vesalings taska upp í hugann.

Síðan þegar ég vaknaði í morgunn þá allt í einu mundi ég eftir töskunni og fór að hafa áhygghjur af blautum illa lyktandi fötum í einhverri tösku hér í íbúðinni. Nú ég þurfti svo að huga að öðrum mikilvægari málum eins og að finna einhverja sokka til að fara í. Kom þessi töskuskömm ekkert meira upp í huga minn fyrr en ég fór að heyra einhvern orðróm um hina undarlegu tösku sem hafði fundist úti á bílastæðinu um miðnættið einhvern tímann.

Nei ég skil ekki að fólk sé eitthvað að gera grín að mér.

Svo skal skokkast á morgun aftur. Verður spennandi að vita hvaða axarskaft ég geri þá. Kannski gleymi ég núna að fara í hlauparagalann og geymi hann bara þurrann í töskunni. Það er annars ekkert svo galin hugmynd... myndi spara þvotta töluvert. En nei annars, það er líklega aðeins of kalt fyrir slíkar hetjudáðir. Læt þær bíða til vorsins.

Saturday, October 15, 2005

Þegar kreatífitíið hvarf....

Ég ætlaði að nota daginn og taka einhverjar flottar myndir til að verða glaður í marga daga yfir að geta eitthvað en ó og æ... Það brást.

Fór eitthvað út og datt bara ekkert í hug. Endaði á því að koma heim til mín aftur með minniskortið jafn tómt og þegar ég lagði af stað. Svona til að gera eitthvað þá varð þetta laufblað af askinum við eldhúsgluggann minn fyrir barðinu á mér.
one lonely leaf on my pavement



....
Það er annars greinlega komið haust þar sem laufið er að fara af Askinum. Það dettur óvenjurólega af núna þetta haustið. Byrjaði að detta af einhvern tíman í nótt og er ekki enn farið allt af. Klárast líklega á morgun. Askur er reyndar makalaust tré... eða þannig.

Thursday, October 13, 2005

Það er haust - það er snjór

Einhvern veginn minnti veðrið mig í morgunn á malarbornu bílastæðinu baka til á Laugaveginum mig á hlíðar Kilimanjaró. Það var logn, það var smá snjór og eitthvað í loftinu. Allt var bara einhvern veginn ágætt...


On the way down


En svona fyrir þá sem lesa þetta frá úglandinu eða úr sveitinni þá var nú snjórinn bara einhver föl sem sást í gegnum og getur fokið í burtu þá og þegar.

Sunday, October 09, 2005

Ég fór í óvissuferð í fyrragær .......

Úff, skammst stórra högga á milli og allt of mikið að gera. Ég gubbaði næstum yfir skrifborðið mitt á föstudaginn yfir ofmikluaðgera ástandinu. Það skilur enginn neitt í þessu og ég síst af öllum, enda er rannsóknarnefnda á leiðinni.

Svo var farið í óvissuferð. Undarlegt með hugmyndaauðgi óvissuferðanna. Þetta var held ég fimmta óvissuferðin hér með vinnunni minn og tvisvar er búið reyna að kenna mér línudans. Ég alveg dýrka línudans út af lífinu eða þannig. En, nei annars. Ég skil ekki alveg tilganginn með línudansi. Dans sem ég get fundið mig í þá má maður gera það sem manni sýnist og svo er eitthvað annað fólk sem maður er að dansa við. En nei. Línudansófétið. Þá standa allir í einhverjum skipulegum röðum. Gera nákvæmlega það sem einhverjum spekingi datt í hug fyrir löngu að væru flott spor. Síðan sér maður í besta fllai ekkert nema hnakkann á næsta manni og ef maður fær að koma við einhvern þá er það bara maður sjálfur. Neibbs. Mínar hugmyundir um dans eru að fá einhverja smá útrás, fíla góða tónlist, vera með fólki, sjá framan í það og einhver komi eitthvað við einhvern enda er maður manns gaman.

Þessi stórgóða óvissuferð náði annars hápunkti sínum þegar við stálums yfir grindverk og alles ofan í heitan pott og vorum í þokkabót rekin uppúr eins og óþgægir krakkar. Alveg ótrúlegt hvað það er gaman að vera þó ekki nema eins og óþægur krakki eitt kvöld. Verst annars að ég fór aðra ferð yfir grindverkið til að hjálla til við að sækja eitthvað sem hafði orðið eftir og tókst eiginlega að rífa af mér hægri öxlina þegar ég fór niður af skrambans grindverkinu. Er aukin heldur allur skreyttur marblettum hér og hvar!



EN



Fór svo í rosla góðan göngutúr upp í Hengil í gær. Verst við fórum ekki inn í dal heldur upp á fjall þannig að við komumstumst ekkert í heitan læk að striplast en það gerist kannski bara einhvern tíman seinna. En ég get vottað að veturinn er kominn í Hengilinn. Sknjór út um allt og hvaðeina. Verst það var engin myndavél með þar sem þetta var roslega flott allt saman.

Friday, October 07, 2005

váts

Ég er klikkaður... það er komin nótt og bráðum kemur bara nýr dagur... og ég þarf að sofa 58 klukkutíma áður en ég get vaknað. Þetta text aldreigi. Jú annars þetta tekst alveg.

Sem ég sá himininn brenna


burning mountain


þetta er nú reyndar bara photoshop svindl eða þannig....
ekkert merkileg mynd.

Wednesday, October 05, 2005

að vera eða ekki vera...

...yfir sig treyttur. Ég er er svoleis. Núna er málið að fara roslega snemma að sofa en samt kannski blogga skmá svona til hátíðabrigða.

Það er einhvern veginn allt að gerast þó kannski sé ekkert að gerast. Var í vikulegu badminton sprikli og á hraðferð upp á Elliðavatn til að vera á fundi sem mig langað nákvæmlega ekkert á. Svo ekki skemmtilegt fundarefni að ég hirði ekki einu sinni um að blogga um það hvaðþámeira. Nú, ég hallaði mér upp að veggnum þarna í búningsklefanum á meðan ég var að tala við Ágúst badmintonspilara (hann er roslega góður, svona álíka og ég sjálfur, ég er reyndar búinn að spila tvisvar sinnum meira en hann síðustu árin... þ.e. fjórum sinnum en hann bara tvisvar ef skiptið í dag er talið með) og viti menn... slokknuðu ekki öll ljósin. Hey þú þarna sögðu allir, varstu að slökkva. Onei - rafmagnið var farið og hjálp - það var líka farið í vinnunni minni. Þeir sem eitthvað vita vita líka hvað það getur þýtt. Núbbs það var sem sagt unnið eftir alls kyns neyðarplönum og alveg svaka fínt stuð þangað til stuðið kom aftur í gegnum rafmagnsvírana. En gvað um það.

Mamman manns er farin á sjóinn þannig að ég er núna hálf munaðarlaus en það kemur auðvitað kona í konu stað... nei annars, þetta var nú bara asnalegt grín Annars átti ég von á að þurfa að fara að passa einhverjar kisur en það verður líklega ekki. Þeim fækkar tölunni svolítið og það þarf að fara í aðra kattarútför eins og var þarna um daginn. Ætli það verði ekki um aðra helgi. Kemur í ljós. Mér finnst annars alltaf jafn skemmtilegt að segja frá því að mamma mín sé á sjónum. Dálítið absúrd að eiga móður hátt á sjötugsaldri sem er bara farin í mánaðarlangan sjótúr. Verst með pabbann sem situr núna einn heima. Maður verður að vera duglegur að kíkja á hann.

Ég átti annars dáltið fyndið eða reyndar líka sorglegt samtal við hann múttuna í gærkvöldi um látna ketti, frystikistur og lambaskokka. Borgar sig samt ekki að lýsa þeim ósköpunum frekar.

Já, það er sem sagt svona ýmislegt að gerast en líklega best að reyna að komast í draumheima þannig að maður verði til einhvers nýtilegur á morgun.

Wednesday, September 28, 2005

NJET - ekki dauður enn

Vér tilkynnum að fréttir af dauða vorum eru stórlega ýktar... eða svo ætla ég stórlega að vona.

Annars hefur eitt og annað á dagana drifið og ekki verið nein nenna að blogga um eitt eða neitt af því. Nú, það má til dæmis nefna að:

Núna er minns orðinn sérlegur badmintonspilari og kaupti sér tundurspaða núna réttáðan til að taka óbermin í karphúsið... eða segir maður ekki svoleis stundum?

Svo var ég í kokkteil rétt áðan af því að einn ágætur var að verða hæstaréttardómari. Hafði reyndar ekki hitt hann í meira en áratug held ég. Mundann samt bara eftir mér enda var mér alveg boðið sko.

Allt er í veseni á ýmsum stöðum en ég vil ekkert blogga um það því það er ekkert skemmtilegt

Ég gæti svo bloggað heila öld um Baugsmál og á kannski eftir að gera það. En kannski verður það bara gert á 23 öldinni. Koma tímar koma ráð. En Stínu er þakkað sérlega fyrir kynningu bókarinnar um tvíburana Jón Ásgeir og Jón Gerald sem Jónína Ben gaf út á síðustu öld.

Ég vil vekja sérstaka athygli á því að ég er orðinn heilli gráðu meiri nettöffari en hingað til þar sem lénið eirasi.net hefur verið stofnað.

Síðan vil ég vekja sérstaka athygli á óútkominni ljósmyndabók sem líklegast mun innihalda opnu með þessum myndum.

Loks vil ég vekja sérstaka athygli á heimasíðunnni www.hi.is/~johannat



Líklegast var það eitthvað meira sem ég ætlaði mér að glogga um en man það bara ekki stundinni lengur. Kemur bara næst............

Tuesday, September 20, 2005

Það var skmalað um helgina

Fór á Snæfellsnesið og sótti fé á fjall. Tókst reyndar ekki betur til en svo að eitthvað sklapp en samt ekki allt og þá ekki þær spretthörðustu!

The sheep from my friend Lalli



En það var að vanda gaman og mikið grín og glens þar vestur frá!

Thursday, September 15, 2005

Á dauða mínum átti ég von...

En alls ekki þessu!
Walking in a row along The Long Sea

Verð að játa að ég varð dálítið meira en lítið hissa á þessum árangri þarna á mbl.is.
En myndin hlýtur bara að vera slarksæmileg. Þori annars varla að segja frá því en ég sendi myndina eiginlega inn þarna til að prófa hvernig hún kæmi út. Það var verið að segja mér að myndirnar þarna yrðu eitthvað óskýrar þegar þær birtast á vefnum.

Saturday, September 10, 2005

Ó þessi vika...

Þetta er búin að vera dálítið spes vika út af ýmsu.

Á þriðjudaginn var eitt af félögunum mínum, Stjórnvísi að krýna nýjan heiðursfélaga og þess vegna varð ég svo frægur að fara í útvarp og vera eitthvað nefndur bæði í Mogganum og Viðskiptablaðinu held ég. Á fimmtudaginn var svo hringt í mig af Mogganum og mér boðin ókeypis prufuáskrift í einhverjar vikur og þáði ég það bara merkilegt nokk. Svo var hring aftur í mig af Mogganum í gær en þá varð ég dálítið hissa. Hvað það var ætla ég reyndar ekkert að láta uppi fyrr en einhvern tíman í næstu viku en það var dáltið skemmtilegt samt.

Svo er ég núna loksins orðinn megatöffari með síma sem tekur myndir og getur skoðað tölvupóst og guð má vita hvað. Hann er meirasegja blár ef einhver ætlar að láta sér detta eitthvað annað í hug.

Í gær var svo Oracle ráðstefna og veislustand um kvöldið sem endaði með því að minn dansaði frá sér allt vit. Ógissla gaman barsta!

Nú og svor er eitt og annað mart að gerast svo sem líka sem kannkski verður einhvern tíman látið uppi. Svo stóð til að fara austur í sveitur í dag en það dregst víst til sunnudagsins.



....

Wednesday, September 07, 2005

Ég er ennþá of mikið utan við mig

Er búinn að vera að spila einhvern geisladisk í allt kvöld, svona þrisvar held ég. Fannst undarlegt hvað hann varð alltaf leiðinlegri og leiðinlegri með hverju skiptinu sem ég setti hann aftur á. Gafst að lokum upp á honum og ætlaði að fara að spila eitthvað annað bara. Ýtti á einhvern takka þarna til að taka diskinn út. Hann kom út en... leiðinlega tónlistin hélt bara áfram!

Það á að banna leiðinlegar útvarpstöðvar sem þykjast vera geisladiskarnir mínir!



....

Sunday, September 04, 2005

Að keyra með tánum

Ég las einhvers staðar að það væri rosalega snjallt að stýra bíl berfættur. Þá myndi maður t.d. mun síður sofna undir stýri. Ég var nú reyndar ekkert sérlega syfjaður heldur bara að koma af línuskautum. Þar sem það er næstum því ómugulegt að keyra bíl í línuskautum þá fór ég úr skautunum. Nú og þar sem ég var allur orðinn sveittur og ógisslegur á fótunum þá fór ég bara úr sokkunum líka. Þá var ég sem sagt orðinn albúinn að prófa að keyra berfættur, sem og ég gerði.

Hvíklíkur munur á stjórnun einnar bifreiðar að hreyfa bara aðeins stórutánna örlítið til að gefa meira bensín inn. Þetta gekk alveg rosalega fínt, alveg þangað tíl ég fór að færa mig upp á skaftið og fór að prófa eitthvað sem ég sá á internetinu um daginn, einhver handalaust kona sem stýrði bílnum sínum með fótunum. Það gekk þá ekki betur en svo að ég var næstum búinn að keyra á bílinn á undan mér. Mig vantar kannski sjálskiptan bíl fyrir þessar tilraunir mínar. En ég sem sagt klossbremsaði einhver staðar á Hverfisgötunni. Það varð nú reyndar ekkert slys, nema kannski innortis í skottinu á bílnum mínum sko.

Ég ætti kannski að fara að finna mér hefðbundnari áhugamál en að keyra bíl með tánum...


....
Já en svo annars. Ég er að velta fyrir mér hvenær landverðir koma til byggða á haustinn. Eða ætli þeir séu bara búnir að gleyma manni. Ætti maður kannski bara að fara í smalamennsku inn á Möðrudalsöræfi núna að þessu sinni.

Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér en svo sem fáir sem vita um hvað ég er að rugla.

Friday, September 02, 2005

Samstæðir sokkar eru fyrir venjulegt fólk

Þetta ætla ég að hafa kjörorð næstu viku. Mun það tryggja notkun hinna dularfullu 30 vinstri sokka sem ég á. Eða eru það kannski hægri sokkar. Hvur veit hvurslags?

Annars gæti vandamálið leystst af sjálfu sér ef sokkaæturskrímslið ógurlega úr Terrý Pratsétt kæmi bara og æti hinn hlutann af þessum ósamstæðu sokkum. Sem sagt. Ef einhver rekst á skrímslinn þá má senda hann til mín!


....

Thursday, September 01, 2005

Ég er of utanviðmig

Það ætlar engan enda að taka hvað ellin herjar á mig. Núna er ég orðinn svo mikið utanviðmig að ég get ekki lengur stundað líkamsrækt. Fór af stað áðan með fögur fyrirheit í farteskinu og einhverja svarta tösku með einhverju dóti í. Eftir að hafa villst niður Laugaveginn einu sinni komst ég í World Class. Er því miður ekki orðinn svo utanviðmig að fara í kvennaklefann en það kemur eflaust að því.

Nú, ég fór svona úr fötunum eins og lög gera ráð fyrir. Væntanlega var tekin mynd af mér að striplast eins og lögbók Björns gerir ráð fyrir. Ætlaði svo að fara að fara í einhverjar buxur nothæfar til íþróttabrúks en greip þá í tómt. Endaði með að sneipast bara heim með öll mín fögru fyrirheit mölbrotin í farteskinu.

Í gær eða einhvern tíman fór ég þarna líka. Var með einhverja brók en fattaði þegar ég var að fara í sturtu að handklæðið var ekkert með í för. Varð það hálf erfið útför þaðan í það skiptið. En annars. Það er kannski eins gott að ég áttaði mig á þessu buxnaleysi áður en ég fór að sprikla. Hefði verið verra afspurnar ef ég hefði skokkað á hlauparabrettinu berrassaður. Já, er ekkert alveg viss um að það hefði fallið í kramið þarna hjá öllum. En annars, ætli það sé bannað? Ég hef ekki séð neitt um það. Einhver staðar stóð reyndar að það væri bannað að vera ber að ofan í world class en ég var með einhvern suttermabol. Hefði þá kannski bara átt að prófa berrassa æfinguna.

En svo. Kannski hefur þetta utanviðelsi mitt eitthvað að gera með dularfulla sokkahvarfið. Ég er annars að hugsa um að fá í lið með mér þar CIA, MI5, KGB og BSRB. Einhver þeirra hlýtur að geta haft upp á eins og þrjátíu hægri sokkum. Eða eru þetta kannski vinstri sokkarnri sem mig vantar. Þarf að fara að skoða hvort er.

En sem sagt bless í bili.

Það á að fara að kveikja í einhverju úti á svölum hjá mér. Það heitir víst grill.

Tuesday, August 30, 2005

Dularfulla sokkahvarfið

Það er lýst eftir einfættum banditta. Það hefur einhver brotist inn til mín reglubunduð undanfarna 36 mánuði og tekið einn sokk ófrjálsri hendi svona á að giska einu sinni í mánuði síðustu þrjú árin.

Það er reyndar ekki alveg öruggt að viðkomandi banditti sé einfættur. Hann gæti reyndar líka verið á tveimur fótum en þá er hann auðþekktur á ósamstæðum sokkum.

Ef þú rekst á einhvern sem er t.d. í einum sokk með mynd af Mr Bean en Andrés önd á hinum þá er viðkomandi nokkuð sennilegur. Eins ef þú mætir einhverjum einfættum í köflóttum sokk með mynd af héra á hjóli þá mættir þú hafa samband við mig hið snarasta.

þar liggur kötturinn grafinn

the digger
Það kom fyrir í síðustu viku að það dó köttur. Því var ekki nema um eitt að ræða. Austur um sveitir var steðjað í líkfylgt og kisu fylgt til grafar. Það lögðu margir hönd á plóg og hér sést karl faðir minn klára hina hátíðlegu greftrun.
´
Nú svo var fengið sér eitthvað að borða og síðan fóru nú flestir bara í bæinn nokkuð fljótlega. En reyndar dútluðu tveir eitthvað í músahúsinu fram eftir kvöldi


the tiny cabin in the tiny tiny forest

Og slógu loks upp herjarinnar grillveislusvallsáti með tilheyrandi rauðvínsdrukk áður en gengið var til náða.

Já, þetta gengur svona fyrir sig.

Monday, August 22, 2005

Það gekk betur á ljósmyndakeppni.is ...

... en í hlauparakeppninni. Komst í annað sæti þar fyrir alveg geðveika mynd!


desperate reworked

Þar að segja, sjá hér.

Sunday, August 21, 2005

Allur lurkum laminn

Mikið ógissla er maður slappur. En ég fékk samt verðlaunapening þrátt fyrir að vera bara númer 774 af 1205 hlaupurum.

rmara

Ekki sérlega merkilegur árangur en það verður að færa mér það til tekna að núna æfði ég mig ekki einu sinni með því að keyra hringinn sem ég gerði fyrir nokkrum árum. En það verður bara að gera betur næst. Reyndar þá náði ég á innan við klukkutímanum ef miðað er við flöguna þannig að kannski var þetta bara í lagi hjá mér eða þannig.

Saturday, August 20, 2005

Hlaupari númer 6699 tilkynnir komu sína

Reyndist ekki vera neinn einasti hraðboði og lítur ekki út fyrir að hafa komist undir klukkutímann að þessu sinni. Jæja, það er þá bara að stefna upp á við!

Það skal verða hlaupt eftir allt saman

Sem sagt. Enginn Sauðárkrókur eða Skagafjörður í dag heldur bara hlaup og menningarvitleysa á eftir. Rakst nefnilega á hlaupaskóna þegar ég var að taka mig til á Krókinn í morgun og þeir bara sættu sig ekki við þetta og sem sagt: Hlaupari nr. 6699 hefur tilkynnt um þátttöku sína. Ég hef held ég annars aldrei verið með svona flott númer. Vona bara að ég hlaupi ekki á 66 mínútum þó númerið byrji þannig.

En núna. Búinn að borða hlauparamorgunmat sem innihélt banana og svo er bara að reima skóna á sig með flögunni og alles og æða svo af stað á eftir. Meira um það síðar en ég á ekki von á miklum afrekum að þessu sinni.


....

Friday, August 19, 2005

Éra hugsum að skrópa á menningarnótt

Þetta er grábölvað og eiginlega mér að kenna. Það á að fara einhverja ferð í vinnunni minni norður í land á morgun. Sko svona á vegum starfsmannafélagsins eða hvað það nú er. Skil ekki hvernig þessir gúbba sem ráða þar ríkjum létu þetta gerast að fara í ferð norður í land þegar það er menningarnótt í henni Reykjavík. Reyndar skil ég þetta alls ekki þar sem ég er víst formaður í þessu blessaða starfsmannafélagi. En reyndar. Ég fékk ekki að ráða þessu og var ekki nógu klókur að segja bara þvert nei. Bullið er síðan mest að þeir sem vildu endilega fara á þessum fáránlega tíma fara ekki neitt held ég. Eða a.m.k. ekki allir. Jæja en...

þetta er náttúrlega frábær afsökun fyrir að þurfa ekki að fara að hlaupa eitt né neitt í grenjandi rigningu í fyrramálið. En ég sakna þess samt. Reyndar kemur á móti að ég er ekki í nokkru einasta hlaupaformi. En reyndar er ég að hugsa um að stíga hér og nú upp á borðstofuborðið og strengja þess heit að næsta ár verður tekið með trompi. Vömp og hóglífi sagt stríð á hendur og hlaupið hvorki meira né minna en hálft maraþonþ. Segi og schrifa alveg hálft þon. Já þið skuluð gjöra svo vel og herma þetta upp á mig einhvern tíman snemmsumars á næsta ári. Takk fyrir.



a foot and  a hand
Þessi löpp mun ekkert hlaupa á morgun
en kannski fara á hestbak...
það er líka gaman!

Tuesday, August 16, 2005

Það getur verið ágætt að vinna í tölvufyrirtæki

Endurnýjun hefur staðið yfir og núna er minn kominn með skjá upp á háaloftið í hvorki meira né minna 21 tommu. Segi og skrifa tuttuguogeintomma. Og hann er stór. Fyllir næstum upp í háaloftið. Ég gat ekki lokað skottinu á bíldrússlunni þegar honum var dröslað heim í dag og það lá við bakverki eftir þessi ósköp. Verst að ég er logandi hræddur um að Ikea borðskriflið sem hann er á verði að láta í minni pokann og hlunkurinn mölbrjót á mér lappirnar á niðurleiðinni. Fari svo í gegnum hanabjálkann sem ég sit á, niður í klósett, mölvi það þannig að vatn flæði út um allt. Brjóti gat á gólfið og á gólfið þar fyrir neðan og falli svo til jarðar með svo miklum dynk að Reykjavík nötri.

Sem sagt. Ef það verður vart við jarðskjálfta nálægt Hlemmi og alvarlegur vatnsleki birtist á Laugaveginum þá vitið þið alveg hvað hefur gerst!
reykjavik Banner - 1

Monday, August 15, 2005

Ég gerði það aftur...

Já bar að fara út á svalir um miðja nótt eða næstum því, með kertaljós, rauðvín, hamborgara, beikon, fullt af kryddum (já ég nota sko ekkert bara svona sísonoll á mína hamborara), grænmeti alls konar og svona dót og kveikti í þessu öllu saman á grillinu. Nú og svo er ég líka að hlusta á einhverja Carmen mússik. Datt síðan í hug til að fullkomna þetta að taka bara labbakvikindið út á svalir líka og sit núna hér og pikka þetta...

Það er reyndar einn óboðinn gestur hér sem heitir rigning. En hvað um það. Það gerist ekkert verrara út af því nema kannski að tölvudrusslan eyðleggist og að rauðvínið þynnist í glasinu og að ég verði hundblautur. En það gerir svo sem ekkrt til því rauðvínið var ekkert sérlega merkilegt og ég á meira til ef mig langar í og svo er fartölvan gamalt gargan að verða (alveg ársgamalt eða jafnvel tveggja) og ég á það ekki. Nú og svo ef ég verð allur hundblautur sjálfur þá þurrka ég mér bara. Ég er hvort sem er berrassaður. Nei annars núna var ég að rúggla í ykkur... ég á nefnilega ekkert handklæði.


people walking away
....mynd sem reyndar...
kemur málinu ekkert við.
en mér finnst hún samt bara
dálítið flott.

Sunday, August 14, 2005

kúl eða bara hallærislegt...

Datt það svona í hug að ég gleymdi alveg að borða kvöldmat áðan.

Átti svo hamborgara til að grilla og fór út á svalir. Útiljósið hefur hvorki verið kaupt né sett upp og því átti að notast við námumannaljósið (svona höfuðljós sem maður fer með í göngutúr). En það var náttúrlega battaríislaust. Þannig að það var gripið til gammalreyndra bragða. Sat úti á svölum, grillaði hamborgara, drakk rauðvín úr glasi við kertaljós. Ekki slæmt. Reyndar varð niðurstaðan að hér hafi verið sett met í mónórómantík. Jú ég er líklega færari í svoleis en margur annar.

En þetta var einhver besti hamborgari sem ég hef fengið lengi. Jafnvel síðan í gær.

Thursday, August 11, 2005

stundum...

... gerir maður of mikið af þssu:

2005-08-10 on the computer

Hanga bara fyrir framan sjónvarpið en vera samt að brávsa einhverja vitleysu. Oftar en ekki að bíða eftir að einhver kommenti á myndirnar manns nú eða bloggið manns. Stundum þarf maður nú reyndar að bíða dáltið lengi eftir því. Skammstín og settu nú komment því þá verð ég svo hroðalega glaður.

Var svo reyndar næstum búinn að ákveða að slaufa þessari sjálfsmyndavitleysu minni en held kannski eitthvað áfram. Myndin af krumlunum mínum á lyklaborðinu er sko reyndar auðivtað partur af því... enda eru hendurnar manns partur af manni sjálfum líka. Eða a.m.k. partur af mér. En það er nú önnur saga sem kannski ekki allir leggja neina sérstaka trú á. Ekki nema þeir sem eru handatrúar. Æ - nei það heitur víst að vera andatrúar. Ætli þeir trúi þá ekki bara á brabra. Hlýtur að vera undarlegt lið.

Þessi mynd þarna fyrir ofan er annars dáltið kúl sem bakgrunnur á tölvuskjánum. Hún er svona tölvuvædd útgáfa af jakkanum á stólnum. Hvort ég sit í sætinu mínu í vinnunni eða er bara úti að borða ís og pulsu þá er ég alltaf greinilega að vinna eitthvað og alveg rosalega iðinn með hendina á fullu á músinni.

Tuesday, August 09, 2005

Mikið er ég nú ánægður með lögregluríkið okkar

Mikið er ég nú feginn að lögreglan skuli leggja sig í svona mikið fram við að tryggja öryggi okkar borgaranna og láta þessa mótmælendaseggi ekki komast upp með neitt múður. Hvað er þetta lið líka eitthvað að kvarta yfir því að vera í fylgd opinberra aðila eins og hverjir aðrir þjóðhöfðingjar. Þeir ættu nú bara að vera ánægðir með þetta!


[Lögreglan fylgist með ferðum mótmælenda]
"Þeir hafa lýst því yfir að þeir ætli að halda áfram mótmælaaðgerðum og gefur það tilefni til að fylgst sé með ferðum þeirra enda vitum við ekki hvar þá ber niður næst," sagði Þórir.

Svo er nú brotavilji þessara öfgasinna alveg dæmalaus. Þeir skiptu sér í tvo flokka og guð má vita hvað!

Annars er ég svolítið skeptískur á þessi mótmæli að einhverju leyti. Eftirför lögreglu og útkall víkingasveitarinnar upp á Kárahnúka er hins vega alveg óumdeilanlega út í hött og dæmi um það hvernig stjórnvöld líta á persónufrelsið, tjáningarfrelsið og hvað allt þetta er sem ég hélt alltaf að við hefðum í ríkari mæli en flestir aðrir. En það er kannski bara einhver vitleysa hjá mér.

En það verður að hafa gætur á þessu liði því eins og lögregluforinginn sagði ábúðamikill í sjónvarpinu núna rétt áðan að þá þarf að gæta að því að mótmælin eru ekki bara bundin við Kárahnúka og við skulum ekki gleyma atburðunum sem urðu á Hótel Nordica nú fyrr í sumar. Já eins og einhver sagði einhvern tíman:
Þeir sletta skyrinu sem eiga það!

Ætli þetta sé...

Ætli þetta [Sænskur lögregluhundur þjálfaður til að þefa uppi sæði] sé kannski klámhundur?


....

Raunir sjálfsljósmyndara

Ég fékk undarlega flugu í höfuðið fyrir nokkrum dögum. Það er að taka taka eina sjálfsmynd af mér (bull er þetta, af hverju þarf ég að segja að sjálfsmynd sé af sjálfum mér... auli!) á hverjum degi. Jamms. Og auðvitað verð ég að reyna að vera eitthvað frumlegur. Fyrr í kvöld fór ég í skyndibíltúr til að gera eitthvað sneðugt og endaði á að fara upp í grjótnámur Reykjavíkurborgar fyrir ofan Hafravatn. Þar eru alls konar hroðaleg varúðarmerki um spreningar og aðra óáran en ég hélt ótrauður áfram. Hvað gerir maður ekki fyrir listina. Verst reyndar að ég var með allt of mikla lyst, eiginlega að drepast úr hungri þegar ég var að þessu.

Ég stillti mér upp fyrir framan myndavélina í drullupyttum og uppi á grjóthrúgum og átti helst von á að fá eitthvað í hausinn. En það varð nú reyndar ekki. Reif svo af mér gleraugun því módel mega auðvitað ekki líta út fyrir að vera nærsýn. Það endaði svo með því að ég fann ekki gleraugnaskammirnar aftur og var farinn að skríða um svæðið á fjórum fótum til að finna þau án þess að stíga ofan á þau og skemmileggja. Ég er greinlega farinn að sjá eitthvað verr en mig minnti. En hvað um það. Fann gleraugnadótið og afraksturinn varð svona:
2005-08-08 nothing  but the head

Svo var ég hér reyndar að taka einhverja prufumynd og var þá greinilega að fá taugaáfall yfir grjótinu sem gæti farið í hausinn á mér:


desperate


En það er sem ég segi, hvað gerir maður ekki fyrir frægðina... nema kannski það að kma nakinn fram. Kannski samt ekkert svo vitlaus hugmynd. Nei annars, ég myndi aldrei þora að gera svoleis. Mar verður víst að gæta einhvers mannorðs eða velsæmis eða einhvers.

En annars. Myndirnar sem ég er að dunda mér við að taka í þetta eru á sérstakri Flickr síðu.

Sunday, August 07, 2005

lopapeysan í tísku

Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Þegar ég fékk mér göngutúr niður í bæ í gær á gaypride með myndavélina mína þá var alveg haugur af fólki í lopapeysum.
girl in icelandic sweater girl in icelandic sweater girl in icelandic sweater girl in icelandic sweater
Hún er stutt, svört, með rennilás og hugsanlega líka með hettu.


Hvurnin í óskupunum fór lopapeysan eiginlega að því að komast í tísku aftur? [eða hefur hún kannski aldrei verið í tísku - eða kannski alltaf en ég aldrei fattað það?]

Það er reyndar búið að hanna einhverja nýtískulega lopapeysu með rennilás og gott ef ekki hettu sem er greinilega það kúl að jafnvel um mitt sumar er fullt af fólki sem hitnar og svitnar í íslensku ullinni. Ég geri ráð fyrir að þegar kólnar í veðri í haust þá verði heilu flokkarnir sprangandi um bæinn í stuttri þröngri lopapeysu með rennilás og hettu þegar verst gegnir.

Það undarlegasta er að lopapeysa virðist vera orðinn nær fullkomlega kynskipgtur klæðnaður. Á gaypride voru nefnilega bara konur og stelpur í lopapeysum. Ég sá held ég bara einn karlkyns í lopapeysu fyrir utan nokkra sem voru með sýningaratriði í srkúðgöngunni og klæddu sig í lopapeysur til að verða eins luralegir og hægt var.

Það er einhvern veginn þannig að ef karlmaður fer í lopapeysu þá er hann annað hvort að fara að moka skurði eða fara á sjóinn nema hann sé kannski að fara á fjöll eða á hestbak nú eða þá að vera með atriði á gaypride. Kvenmaður og þá sérstaklega svona í yngri kantinum sem fer í lopapeysu er alls ekki að fara að grafa skurði heldur að fara í bæinn eða eitthvað þar sem hún vill sýnist mér vera bara dálítið fín eða að minnsta kosti tolla í tískunni.

Þetta er eiginlega svo skipt á milli kynja að mér sýnist eiginlega að ég gæti allt eins labbað niður í bæ í rósóttum kjól eins og að fara út úr húsi í nýrri kúl lopapeysu.

Neibb. Ég er karlmaður og ég skal ekki klæðast íslenskri lopapeysu nema ég sé að fara að grafa skurð, verka fisk eða fara á fjöll... ja nema ég sé að fara að sýna mig á gaypride, sem stendur ekki til. Og mín lopapeysa skal vera með sama sniði og var sautjánhundruð og súrkál.

Þetta er reyndar hið versta mál að því leytinu að mér finnst að lopapeysur séu svona meira og minna frekar kúl. Sérstaklega reyndar efir að ég hætti að telja sjálfum mér trú um að þær væru svona ógeðisklæðnaður sem gerði ekkert annað en að stinga mann til banana og þyrfti einungis að nota þegar það væri svo kalt úti að andardrátturinn frysi.

Ég verð nefnilega að játa að minn langar dáltið í svona nýtísku lopapeysu og ég skil eiginlega bara alls ekki af hverju nýmóðins lopapeysur með rennilás eiga bara að vera fyrir konur. Að lopapeysur fyrir karlþjóðina eigi að vera nákvæmlega eins og þær voru sautjánhundruð og súrkál og ekki brúkaðar nema von sé á óveðri eða steypuvinna standi til finnst mér dálítið undarlegt.

En sem sagt. Ef ég sést úti á götu í lopapeysu með rennilás þá lít ég ekki á mig sem klæðskipting.

girl in icelandic sweater
Svo er hún líka til hvít.

Minns kemur af fjöllum


2005-08-04  dreaming of the sky
Minn á botni langavatnsins við Langasjó...
var dálítið þurrt en samkvæmt landa-
kortinu þá lá ég þarna úti í miðju vatni

Ég kem af fjöllum í orðsins fyllstu merkingu. Fór á fjöll í vikunni og plampaði hringinn í kringum Langasjó. Það var bara ekkert leiðinlegt. Reyndar dálítil pílagrímaferð þvi það skal víst eyðileggja þetta vatn og önnur falleg svæði með jökulgormi úr Skaftá innan skamms. Já svei attan.

Það kemur kannski eitthvað meira um þessa ferð einhvern tíman ef ég hef nennu til. Og þó - ég held að það sé ólíklegt en það gætu nú samt hrunið inn einhverjar myndir.

Koma þá á Flickr síðu.

Núna var ég annars að hugsa um að fara að sofa enda er orðið framorðið. En það er ekki hægt því það er einhver að syngja úti á götu. Hann syngur ekkert sérlega vel og ég heyri ekki einu sinni hvaða lag hann er að syngja. En það er greinilega fjör á Gay Pride. Já, það er ekki bara kostur að búa með rónunum á Hlemmi. Annars er hann hættur að syngja og núna heyri ég ekkert nema vindgnauð á glugga og innan í fartölvunni minni og svo eins og einn eða tvo bíla sem eru að keyra framhjá. Á meðan þeir eru ekki með ónýta hljóðkúta eða götusóparinn (ó) vinur minn kemur þá ætti maður kannski að geta sofið eitthvað.

Wednesday, August 03, 2005

Þegar mar fer að sofa

Þá er best að bursta tönnurnar

2005-08-02  with all teeth
... þannin að þær glansi
... og dansi
... og manni verði ekki af þeim vansi ...

Vá best að fara að drússla sér í rúmið.
Ég er annars að fara á fjöll í fyrramálið. Það verður án efa gaman, sérstaklega ef ég fer einhvern tíman að sofa þannig að ég geti vaknað.

Monday, August 01, 2005

Þetta er ég

Að verða of seinn í vinnuna mína. Vaknaði upp með andfælum og rauk af stað. Áttaði mig ekki fyrr en ég komst ekki inn í bílinn að ég var með pípuhattinn á höfðinu. Rak hann harkalega utan í þannig að hann fór að skæla.


2005-07-31 a man with a hat


Fór þá aftur upp í íbúðina og áttaði mig á að það er sko frídagur verslunarmannanna í dag. Já bara svona að minna á það.

Og af hverju pípuhattur?
Jú er hann ekki ágætis náttföt?

Sunday, July 31, 2005

Helgin bara flaug í burtu!

as fast as the wind
Að fljúga burt... hratt

Það átti að gera eitthvað mart og mikið um helgina. Var byrjað á shclux hjá Halla sem er hið mesta svall en grillið var reykt, sveitt, steikt og bara helvíti gott.

Svo átti að fara út í sveit að smíða meira inn í kofann þarna


The mouse of houses
Músahúsið


En það tókst ekki baun í bala þar sem bróðirinn sem ætlaði að koma með mér lenti allt í einu í flóði austur við Skaftá. Já, það er munur að vinna æfintýralega vinnu!

Thursday, July 28, 2005

mikið djöfulins

Er eitthvað hálf leiðinlegt í vinnunni þegar næstum allir eru í sumarfríi.

Er að hugsa um að taka mér þriggja mánaða sumarfrí næsta sumar og gerast argentískur indíáni ellegar kínverskur inúíti eða kannski bara geimfari.


....

Skrópasýki

Gerðist kærulaus í gær í góðaveðrinu enda spáð súld fyrir daginn í dag og skrópaði að minnsta kosti heilan klukkutíma. Það var annars erfitt að yfirgefa vinnustaðinn þar sem ég baðaði mig í sviðsljósi frægðarinnar fyrir myndina góðu.

Mikið ógisslega var gott veður. Fór hjólandi niður í bæ og keypti mér svo ógeðslegan hamborgara til að grilla á svölunum. Var grár, ljótur og slepjulegur og hélt áfram að vera linur og ógeðslegur alvea sama hvað ég steikti hann. Ojbara. Og ég átti fjóra svona. Ætlaði reyndar bara að henda hinum þremur en svo var hann ekki jafn ógeðislega vondur á bragðið og ég hafði átt von á. En ojbara samt.

Fór svo í einhvern misheppnaðan myndatökubíltúr upp í Hvalfjörð en það var samt bara gaman.


....

Wednesday, July 27, 2005

Já minn bara dáltið ánægður með þetta

No words needed
Myndadrusslan mín vann nefnilega, sbr þetta hér



....

Tuesday, July 26, 2005

Lítill bloggtími

Ég á við það vandamál að stríða að það er allt of lítill bloggtími. Þetta veður er að gera mig gráhærðan. Mar tímir varla að sofa því þá missir maður af einhverri rosalega flottu nóttinni, morgninum, sólskinsdeginum ellegar kvöldinu og sólarlaginu. Þetta hlýtur að fara að lagast. Annars er búið að loka mig aftur inni í vinnunni minni sem eru auðvitað hrikaleg meðferð á einum borgara þessa lands og ætti að vera kært hið snarasta til mannréttindadómstóls.

Er núna undanfarið búinn að vera að dunda mér við að taka hreyfðar myndir en það er svona þema sem ég ætla að vinna helst einhverja ljósmyndakeppni með. Veit ekki alveg um árangurinn en þetta er að minnsta kosti eitthvað hreyft. Bra að fljúga sko.
Moving bird (3)

En það skiptir kannski ekkert öllu máli því ég ætla að vinna einhverja texture keppni þarna á DPC á morgun. Næsta blogg verður um það sko. Ef ég vinn ekki þá er annað og þriðja sætið svona til vara. Ef ég fæ ekki verðlaun núna þá er það bara svindl. Ég endurtek ESS VAFF I DÉ ELL !

Mjá.

Ég fór annars í sveitina mína um helgina þar sem ég er að rækta dauð tré og viðhalda húsi fyrir mýs merkurinar. Það gekk ágætlega. Búið að koma þar fyrir fullt af dóti fyrir músa andskotana að verpa í næsta vetur. Veðrir var annars undarlegt þarna fyrir austan. Þetta er annars erétt hjá Péturesy ef einhver lesandi skyldi vera ófróður um skógræktina mína (Fellsmörk). Já. Það var nefnilega bara skýjað þarna undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli á laugardeginum þrátt fyrir alla sólina annars staðar. En svo skein hún eins og hún ætti lífið að leysa eftir hádegið á sunnudeginum og var komin langleiðina með að bræða allan jökulinn sem varð til þess að Ventó (svona VW Golf með skotti ef einhver skyldi ekki vita það) fékk það verðuga verkefni að frussast yfir metersdjúpt vatn. Ég hvatti hann með ráðum og dáð en allt kom fyrir ekki. Hann er helvítis gunga og ekkert annað. Þorði ekki yfir sprænuna fyrir sitt litla líf. Linti ekki látum fyrr en ég lét undan og bað einhver slyddujeppa þarna um að sjá aumur á honum og taka hann bara í tog. Það gekk ágætlega og ég fékk þennan fína þvott á gólfteppnunum afturí.

Í næstu viku stendur svo til brjáuð fjallaferð. Til að tékka á forminu skoppaði ég upp á Esjuna í kvöld. 56 mínútur þannig að ég slapp við hinn hroðalega aumingjastimpil sem allir fá sem komast ekki þangað upp á klukkutíma. Reyndar ætlaði ég að komast þangað á 55 mín og var jafnvel búinn að heita mér því að taka stóru digitalmyndavélina í ferðina ef ég kæmist á þeim tíma. Ég verð sem sagt að skoppa þangað aftur einhvern næstu daga.

Já en nóg í bili. Mín bíður bók sem ber hið undarlega nafn Bítlaávarp og þarf að lesast aðeins í kvöld. Reyndar ekki merkileg lesning en dáltið skondin á köflum. Svo þarf aðeins að sofa og svo vakna kl 4 til að tékka á hvort ég hafi ekki örugglega unnið þessa helv. myndakeppni atarna.


....

Friday, July 22, 2005

Hún yfirgaf mig

Núna er ég algjörlega fullkomlega einmanna. Vinkona mín á svölunum, gæludýrið af skordýraætt, kóngulí digurbelgur er farin, horfin, kemur líklega aldrei aftur. Þetta er bara eins og í laginu um köttinn sem gufaði upp þarna um daginn.

En notaði þá í staðinn tækifærið í dag og þreif svalarskammirnar og það var ekki vanþörf á því. Það er svona rautt plast eitthvað á svalagólfinu til að halda þeim snyrtilegum en það var bara við það að hverfa í mosa og öðrum gróðri. Notaði líka tækifærið og endurnýjaði eitthvað í grasgillinu mínu. Það var víst orið fátt um fína drætti í því sem heitir brennari á þeim bænum.

Já.

Fór annars í fínan myndabíltúr út á Reykjanes í gær. Sjá Flickr síðuna mína en það var svona meðal annars þetta:
mr sandman



Það er annars algjör hryllingur að hafa þetta góða veður í sumarfríinu sínu. Maður kemur bara ekki nokkru í verk sem maður ætlaði sér að gera því mar er stöðugt upptekinn af að njóta veðurblíðunnar.

Thursday, July 21, 2005

kaffi

Er svona drykkur.

Búinn til úr baunum sem eru ræktaðar í útlöndum en brenndar á Suðurnesjum.

Malaðar hér og þar og settar í könnu sem er fyllt af vatni og gumsið svo pressað saman. Eða þannig geri ég að minnsta kosti.

Síðan drekkur maður þetta og þykir gott. Sumir fá í magann eða hreinlega magasár af þessum fjanda en aðrir geta ekki sofið. Það hefur nú reyndar ekkert skeð fyrir mig annað en að stundum hefur mér fundist að ég hafi fengið nóg en það er bara stundum. Svo ef ég drekk þennan fögnuð ekki um stund þá fæ ég stundum hausverk. Það getur verið óþægilegt. En samt allt í lagi því hann hverfur. Svo getur maður bara fengið sér kaffi aftur.

Þetta er svona ógeðisdrykkur sem pabbi og mamma drukku í gamla daga og mér fannst bara vondur. En svo man ég að skv. áreiðanlegum heimildum í Jóni Oddi og Jóni Bjarna er ekki hægt að rífast á meðan maður drekkur kaffi. Það er kannski þess vegna sem það er alltaf verið að bjóða upp á kaffi á fundum.

Mér datt þetta bara svona í hug.


Would you like some coffee now?
.... skál!

Wednesday, July 20, 2005

Endurbyggingu lokið

Vinkonan á svölunum er búinn að spinna sinn vef upp á nýtt. Þegar ég fór að sofa upp úr miðnætti var hún hálf ráðvillt greyið en þegar ég tók morgunpissið klukkan fimm í morgun var endurgerð lokið.

Ég er búinn að gera gæðaprófun á framkvæmdinni og vefurinn þolir að útigrillið sé opnað. Það er reyndr verst [eða best] að ég ætlaði að fara að taka eitthvað til á svölunum og hefði þá þurft að færa grillið eitthvað til. En ég sé ekki að það sé hægt nema að valda mjög alvarlegum veiðarfæraskemmdum.

Best að fara að fá sér eitthvaða að éta sjálfur. Ég nota annars svona hefðbundnari tól en svalabúinn. Buddu, visakort og svona verslanir.

Það varð vinnuslys á svölunum hjá mér...

Nei annars - kannski ekki vinnuslys heldur svona matseldar og veiðimannaslys. Ég var nebblega að grilla mér ananas úti á svölum einhvern tíman rétt fyrir miðnættið fyrir mig og Ralldiggni sem kom í heimsókn að stela öllu viti frá mér. Og já, sko. Þegar ég var að grilla sko þá hef ég gengið eitthvað ógætilega um grillið og veiðitæki hennar vinkonu minnar lét alvarlega á sjá. Reyndar svo illa að það var ekki nema eins og einn grandari eftir til að byggja vefinn á. Mér sýnist hún vera hálf ráðvillt núna þarna úti á handriðinu en ég bíð bara og sé til hvort hún hressist ekki og verði þá komin með splunkunýjan vef í fyrramálið.


The  friend on my balcony
Svona var hann sko

Já, hörð er lífsbaráttan.

Tuesday, July 19, 2005

Grrrr - hávaðaseggir

Það er alveg undarlegt hvernig mennirnir dirfast að vera að brjóta fyrir svalahurð í þessu góða veðri þegar ég ætlaði að sitja úti á svölum og hlusta á Ellu Fitzgerald í ró og næði. Verð víst bara að fara að heiman!

Já annars. Meðan ég man. Einn lífsháskinn sem ég lenti í gær var þegar ég fékk þá undarlegu flugu í höfuðið að prófa hvernig sígarettukveikjarinn í bílnum mínum virkar. Þar sem ég var auðvitað ekki með neina sígreddu þá stakk ég bara vísifingri vinstri handar inn í helvítis kveikjarann. Það heyrðist hviss síðan kom brunalykt og svo myndaðist óhugnanleg brunablaðra og stingverkur sem náði upp fyrir olnboga.


.... núna veit ég að hann virkar og það er hiti þarna inni!

Monday, July 18, 2005

Mamma hans Clint Eastwood

Já, á meðan ég man.

Ég rakst á mömmu hans Clints núna um helgina að spóka sig niðri í miðbæ. Smellti af henni mynd án þess að mikið bæri á. Skil samt ekki alveg hvernig ég fór að því að láta lítið bera á þar sem myndin var tekin á linsunua monsterous!

a face
Andlit sem segir sögu


Ég skil ekki af hverju hún bauð mér ekki hlutverk í myndinni hans. Ég hlýt bara að vera svona hroðalega óleikaralegur. Var samt kannski bara heppinn að hún kallaði ekki til lögreglu vegna þessarar kolólöglegu myndatöku.

Ég lenti í lífsháska í dag...

að minnsta kosti þrisvar.

Það var sko þannig að ég fór í bíltúr út á Reykjanes til að ljósmyndanördast eitthvað aðallega held ég. Gekk fínt alveg þangað til ég gekk inn í eitthvað hroðalegt kríuger og þá blasti þetta hér við mér:
more crazy birds
Já, þetta eru kríur og þær skiptu þúsundum og þær voru ekki að fljúga í burtu. Nei, þær voru í vígahug og flugu allar í átt að mér. Það eina sem bjargaði mér var að hann Kári blés svo hressilega að kríuhelvítin létu ekki að stjórn og fuku eiginlega eitthvað út í búskann. Sem var kannski ekki efnilegt þar sem ég var nú eiginlega úti í buskanum.

Síðan tók ég einherjar artífartí myndir [eða jabbnvel ekki einu sinni það] af yfirgefinni fiskeldisstöð.
icelandic aquaculture tragedy (4)

Já, hinn lífsháskinn. Það var sko þegar ég kom heim og ákvað einhvern tíman þegar eðlilegt fólk er að fara að sofa að grilla mér lambalund á útigrillinu mínu að þá vildi ekki betur til en svo að af því hlaust einhver sá rosalegasti eldsvoði sem heyrst hefur um í grillheimum. Svo rosalegur að steikin var logandi þegar ég fór að troða henni í mig. Æ, nei annars. Er eiginlega að ýkja aðeins. Ég blés á steikarófétið eitthvað aðeins áður en ég át það og skar líka eitthvað af öskuhrúgunum í burtu.

Þriðji lífsháskinn. Man ómögulega hvað það var. Skiptir svo sek ekki neinu máli þar sem ég er sprelllifandi ennþá. Kannski var það kóngulóin á svölunum sem réðist á mig eða kannski var það þegar ég var næstum dauðir um eftirmiðdaginn niðri í Laugardal að skokka 5 kílómetrana. Skiptir svo sem ekki neinu - meikar ekki diff - enda er ég lifandi - eða hvað?

Sunday, July 17, 2005

Kominn til baka frá Hornströndum

Sunset in Hornvik - Hornstrandir

Í Hornvík, fyrsta kvöldið í ferðinni en þá var sko rigning eins og sést á myndinni!



Er kominn til baka úr frábæru ferðalagi um Hornstrandir. Var fyrst ekið í Djúpuvík þar sem gist var á djupavik.com og svo siglt frá Norðurfirði í Hornvík þaðan sem gengið var á þremur dögum í Reykjarfjörð þar sem Kristján hennar Ralldiggnar er ættaður. Tók þar ættleggur hans á móti okkur með eðalgrilliðu lambalæri. Var svo siglt til baka eftir tveggja nátta stopp þar í Gamla húsinu og tvær ef ekki þrjár sundlaugarferðir.
In an old house

Ralldignur, Kristján og ég sjálfur inni í einhverri gamalli skemmu í Reykjarfirði sem forfeður eða að minnsta kosti ættingjar Kristjáns hafa reist einhvern tíman á öldinni sem leið.

Saturday, July 09, 2005

Dótadagar

Fékk nýtt myndavéladót í dag. 300mm linsu F4 fyrir þá sem hafa eitthvað vit á þessu. Finnst hún bæði dýr og þung en hennar helstu kostir þykja reyndar vera hvað hún er ódýr og létt. Jú það var einhver önnur þarna sem var tvisvar sinnum þyngri (3kg þá) og fjórum sinnum dýrari (vil ekki segja því þá halda allir að ég sé bilaður). En svo er hún líka sögð súper skörp og svakalega snögg og vonast ég til að verða sammála því.

Búinn að taka eitthvað af myndum og hér er ein af þeim. Reyndar bara svona blómamynd. En hún er bara ágætt.
A brand new lens

En svo held ég að ég sé að verða brjálaður. Þarf að fara að taka til fullt af drasli af því að ég er að fara í nokkurra daga göngu um Hornstrandir. Það verður líklega ekki mikið blogg núna í eina viku eða svo!

Wednesday, July 06, 2005

Dýramisþyrmingar líkamsræktartrölls

Eftir að hafa heyrt og séð spangólandi hund inni í svörtum MMC Outlander bíl með bílnúemrinu OX-648 fyrir utan World Class í Laugardalnum í hádeginu í dag, þá er ég farinn að hallast að því æ meira í seinni tíð að hundahald í bílum ætti að vera bannað!

Skammastín!

Maðurinn með ljáinn lét að sér kveða við Laugaveginn í dag!

Nei það dó enginn ef einhver heldur það heldur var ég bara að slá mosavaxna óræktarblettinn hér heima hjá mér. Var vegna fjölda áskorana en reyndar verst [eða kannski best] að það sá enginn til mín nema held ég maðurinn hans Steindórs. Já sumir menn eiga menn, aðrir menn eiga konur og þær konur eiga menn en ég á ekki einu sinni ljáinn, fékk hann lánaðan hjá karli föður mínum.

Monday, July 04, 2005

Loksins - hlaupaskór, skokk og eldsvoði

Fór loksins skokkandi í dag. Mannaði mig fyrst upp í að sýna mig meðal fólks og fara í ösina í Dinglunni.

Fyrir þá sem eru ekki innvígðir í hlaupaheiminn [sem ég er nú reyndar varla heldur þó ég sé samt kannski eldri en tvívetur í þessum efnum] þá upplýsist það hér með að hlaupaskór eru eins og vín og bifreiðar. Það eru mismunandi árgerðir. Á útsölu í Kringlunni gat ég fengið árgerð Aisics Gel Kayano eða hvað þeir heita frá í fyrra með 30% afslætti sem eru margir margir þúsundkallar þegar horft er til þess hvað þessi ósköp kosta.

Ég gat sætt mig við að nota árgerðina frá í fyrra en hitt var verrara að þeir voru bara til upp í stærð númer 42 og hálft. Og þar sem það var ávísun á að neglurnar á tánum myndu týnast af ein og ein ef tærnar færu bara ekki í heilu lagi þá var stormaðu upp í Smáralind. Ja, reyndar var ekki beinlínis stormað því það vara bara keyrt þangað við undirleik úr Almadóvar bíómynd um einhverja öfugugga, kynskiptinga, klæðskiptinga, gleðikonur, gleðisveina, homma, lesbíur, morðingja og löggu sem var flest af þessu. En nýju grægjurnar eru sko að gera sig heldur betur.

Uppi í Smáralind rakst ég á fyrst fullt af fólki en síðan þessa fínu Intersport búð. Þar var reyndar engin útsala á skóm en nýjasta árgerðin af þeim kostaði samt alveg þúsundkalli minna en í Útilífi í Dinglunni. Þeir urðu því kauptir. Og þegar ég byrja að kaupa eitthvað þá rennur oftar en ekki á mig æði. Reyndar fann ég bara eitt annað skópar til viðbótar þarna til að kaupa en þetta varð eitthvað um kvarthundraðþúsundkall sem ég verslaði.

Þetta lítur annars út fyrir að vera frekar útgjaldamikill dagur hjá mér því það er svona á leiðinni í gegnum peningahömlur heilabúsins míns að ég þurfi að fá mér alvöru aðdrátarlinsu á myndavélina mína til að geta leikið mér eitthvað almennilega í sumarfríinu mínu. Það verður allt í allt eitthvað aðeins meira en hundraðþúsundkall sem fer í það. Já það er munur að vera sterkefnaður vesalingur!

Á leiðinni í burtu með skógóssið rakst ég svo auðvitað á fullt af fólki sem var eitthvað að þvælast þarna. Skil ekki hvað það er alltaf rekast á mig. Ekki hef ég gert því neitt.

Ég æddi sem sagt heim með hlaupaskóna, tróð mér í þá og hlaupabrókina enda ekki gott að hlaupa mikið í glabuxunum eða berrassaður... sem gæti kannski svo sem verið ágætt ef það væri nógu gott veður en ég er ekkert alveg viss um hvað aðrir myndu segja og hef dálítlar áhyggjur af nágrönnum mínum hér við Hverfisgötuna þegar ég myndi fara fram hjá þeim.



Asics Gel Kayano - árgerð 2005

En þetta voru algjörir eðalskór. Það er hreinn unaður að hlaupa í þeim. Maður hreyfir bara fyrst aðeins aðra löppina og svo kemur seinni löppin á eftir og hreyfist, fer fram fyrir fyrri löppina sem er þá orðin á eftir og svo hreyfist hún bara líka. Ég var reyndar dálítinn tíma að finna út úr þessu öllu saman þar sem það voru engar leiðbeiningar með skónum. Þurfti meira að segja fyrst að átta mig á hvernig best væri að festa skóna við bífurnar þar sem það voru einhver dularfull snæri í þeim sem þurfti að binda einhvern veginn. Ætli það séu annars þessar reimar sem allir eru að tala um... Veit ekki baun. Er annars að velta fyrir mér hvort það sé "y" eða bara "i" í bífunum. Ja, skiptir líklega ekki máli þar sem þetta er svona frekar lítið notað orð og helmingurinn sem er að lesa þetta [þá líklega þú ef það er enginn búinn að lesa þetta nema ég og þú] hefur hvort sem er aldrei séð þetta undarlega orð á prenti.

Nú þegar ég var búinn að skokka upp í Laugardal og kom fjólublár af áreynslu til baka upp á Laugarveginn þá æddi slökkviliðið fram úr mér. Það var allt að brenna hér rétt hjá á Rauðarárstígnum. Ég skil annars ekki þessa eldsvoða hér í kring. Ég veit um þrjá bruna hér í svona 200m fjarlægð síðan í vor. Og einn þeirr meira að segja hjá fólki sem ég þekki oggupínkupons, þ.e. spurningakeppnishöfundinum og Steinunni konunni hans.

Já en nú er mál að linni.