Datt það svona í hug að ég gleymdi alveg að borða kvöldmat áðan.
Átti svo hamborgara til að grilla og fór út á svalir. Útiljósið hefur hvorki verið kaupt né sett upp og því átti að notast við námumannaljósið (svona höfuðljós sem maður fer með í göngutúr). En það var náttúrlega battaríislaust. Þannig að það var gripið til gammalreyndra bragða. Sat úti á svölum, grillaði hamborgara, drakk rauðvín úr glasi við kertaljós. Ekki slæmt. Reyndar varð niðurstaðan að hér hafi verið sett met í mónórómantík. Jú ég er líklega færari í svoleis en margur annar.
En þetta var einhver besti hamborgari sem ég hef fengið lengi. Jafnvel síðan í gær.
No comments:
Post a Comment