Sunday, November 20, 2005

bara sona helgin...

Það var gefið öndunum í dag. HK var í passarhlutverki og það var farið niðuir á tjörn að gefa öndunum. brauðsneiðarnar hurfu ofan í fugldýrin í heilu lagi er mér næst að segja. Svo brúkuðu flygildin vængjapeysurnar sínar og gátu bara flogið í burt.

Annars allt of góð helgi. Á föstudaginn voru jól með tilheyrandi áti og gleðskap hjá Tómasi. Það var dansað og allt en reyndar ekki í kringum jólatré sem var svo sem allt í lagi því við fengumþennan rosagóða súkklaði búðing í eftirrét. Og núts, svo var líka hænan í pottinum tær snilld... enda svo vel úrbeinuð!

Laugardagskvöldið var átveisla matgæðinga og rosa fínt hjá Krús og Sigg. Reyndar ekki dansað berfætt upp á borði en það var karókí sem reyndar enginn nennti að hlusta á. En hvaða máli skipti það þegar þvílíkir hæfileikar voru annars vegar.

Sunnudaginn átti svo að nota eitthvað vinnutengt en það fór fyrir lítið. Leti og svefnskapur og svo þurfti auðvitað að gefa brabra!


....

No comments: