Monday, July 18, 2005

Ég lenti í lífsháska í dag...

að minnsta kosti þrisvar.

Það var sko þannig að ég fór í bíltúr út á Reykjanes til að ljósmyndanördast eitthvað aðallega held ég. Gekk fínt alveg þangað til ég gekk inn í eitthvað hroðalegt kríuger og þá blasti þetta hér við mér:
more crazy birds
Já, þetta eru kríur og þær skiptu þúsundum og þær voru ekki að fljúga í burtu. Nei, þær voru í vígahug og flugu allar í átt að mér. Það eina sem bjargaði mér var að hann Kári blés svo hressilega að kríuhelvítin létu ekki að stjórn og fuku eiginlega eitthvað út í búskann. Sem var kannski ekki efnilegt þar sem ég var nú eiginlega úti í buskanum.

Síðan tók ég einherjar artífartí myndir [eða jabbnvel ekki einu sinni það] af yfirgefinni fiskeldisstöð.
icelandic aquaculture tragedy (4)

Já, hinn lífsháskinn. Það var sko þegar ég kom heim og ákvað einhvern tíman þegar eðlilegt fólk er að fara að sofa að grilla mér lambalund á útigrillinu mínu að þá vildi ekki betur til en svo að af því hlaust einhver sá rosalegasti eldsvoði sem heyrst hefur um í grillheimum. Svo rosalegur að steikin var logandi þegar ég fór að troða henni í mig. Æ, nei annars. Er eiginlega að ýkja aðeins. Ég blés á steikarófétið eitthvað aðeins áður en ég át það og skar líka eitthvað af öskuhrúgunum í burtu.

Þriðji lífsháskinn. Man ómögulega hvað það var. Skiptir svo sek ekki neinu máli þar sem ég er sprelllifandi ennþá. Kannski var það kóngulóin á svölunum sem réðist á mig eða kannski var það þegar ég var næstum dauðir um eftirmiðdaginn niðri í Laugardal að skokka 5 kílómetrana. Skiptir svo sem ekki neinu - meikar ekki diff - enda er ég lifandi - eða hvað?

No comments: