Saturday, November 12, 2005

Að vera ferlega ánægður

Það er ferlegt að vera ekkert ánægður en þá er svaklega gott að vera ánægður með eitthvað.


My new socks
Ég er til dæmis alveg ferlega ánægður með sokkana sem HK gefði mér.
Veit samt ekki alveg hvernig þeir myndu fitta inn í vinnunni minni.
Ég var annars um daginn berfættur í sandölum í svona tvo klukkutíma
og ég held ég hafi aldrei nokkurn tíman vakið jafn mikla athygli.
Samt eru tærnar á mér ekkert sérlega ógisslegar held ég!
..........
my current desktop background

Svo er ég ferlega ánægður með
nýju lopipeysuna mína með rennilásnum.
Ógissla kúl held ég að minnsta kosti.
my lopapeysa

Svo er ég líka ógissla ánægður með geisladiskinn með John Lennon og Yoko Ono sem ég kaupti í vikunni á helminginn af tvöþúsundogtvöhundruðkalli þegrar ég læsti mig úti í aulaskap mínum og labbaði mér niður í skífu þannig að ég myndi ekki frjósa í hel á meðan ég var að bíða eftir hjálparsveit skáta til að bjarga mér. Samt var ég nú reyndar í lopipeysunni en það var samt skítkalt. Annars held ég að ég hafi verið eitthvað plataður þegar ég kaupti þennan disk. Ég held að hann sé eldgamall. Hef reyndar ekki skoðað ártalið á honum en ég held að hann hafi verið tekinn upp áður en ég fermdist. Enda man ég ennþá að séra Lárus sem fermdi mig talaði um að það mætti ekki líta á látinn bítil sem guð. Ég var samt svo vitlaus á þeim tíma að ég vissi ekkert hver þessi John var. Ég vissi reyndar hver Paul var en það er ekkert það sama.

Ég fermdist nú samt og fékk alveg fullt af peningum í fermingargjöf sem ég er líklega löngu búinn að eyða í eitthvað sem ég hef ekki lengur hugmynd hvað er eða var... hér fer víst betur á þátíð en nútíð.


Annars þar sem ég byrjaði á að segjast vera eitthvað ferlega óánægður þá þarf kannski að koma fram að ég er eiginlega aðallega svona vinnubasllega óánægður. Það gengur stundum ekki baun í bala... ég er svona eiginlega bara óánægður með eitthvað mig sjálfan en ekkert annað fólk sko.

Svo er ég líka ánægður með að það verða jól um næstu helgi og svon líka er ég ferlega ánæðgur með að Nikon er að setja á markað myndavél sem ég verð endilega að kaupa mér. Kostar reyndar fullt af peningum en þeir vaxa hvort sem er á trjánum eins og allir vita.

No comments: