Fékk nýtt myndavéladót í dag. 300mm linsu F4 fyrir þá sem hafa eitthvað vit á þessu. Finnst hún bæði dýr og þung en hennar helstu kostir þykja reyndar vera hvað hún er ódýr og létt. Jú það var einhver önnur þarna sem var tvisvar sinnum þyngri (3kg þá) og fjórum sinnum dýrari (vil ekki segja því þá halda allir að ég sé bilaður). En svo er hún líka sögð súper skörp og svakalega snögg og vonast ég til að verða sammála því.
Búinn að taka eitthvað af myndum og hér er ein af þeim. Reyndar bara svona blómamynd. En hún er bara ágætt.
En svo held ég að ég sé að verða brjálaður. Þarf að fara að taka til fullt af drasli af því að ég er að fara í nokkurra daga göngu um Hornstrandir. Það verður líklega ekki mikið blogg núna í eina viku eða svo!
No comments:
Post a Comment