Monday, August 15, 2005

Ég gerði það aftur...

Já bar að fara út á svalir um miðja nótt eða næstum því, með kertaljós, rauðvín, hamborgara, beikon, fullt af kryddum (já ég nota sko ekkert bara svona sísonoll á mína hamborara), grænmeti alls konar og svona dót og kveikti í þessu öllu saman á grillinu. Nú og svo er ég líka að hlusta á einhverja Carmen mússik. Datt síðan í hug til að fullkomna þetta að taka bara labbakvikindið út á svalir líka og sit núna hér og pikka þetta...

Það er reyndar einn óboðinn gestur hér sem heitir rigning. En hvað um það. Það gerist ekkert verrara út af því nema kannski að tölvudrusslan eyðleggist og að rauðvínið þynnist í glasinu og að ég verði hundblautur. En það gerir svo sem ekkrt til því rauðvínið var ekkert sérlega merkilegt og ég á meira til ef mig langar í og svo er fartölvan gamalt gargan að verða (alveg ársgamalt eða jafnvel tveggja) og ég á það ekki. Nú og svo ef ég verð allur hundblautur sjálfur þá þurrka ég mér bara. Ég er hvort sem er berrassaður. Nei annars núna var ég að rúggla í ykkur... ég á nefnilega ekkert handklæði.


people walking away
....mynd sem reyndar...
kemur málinu ekkert við.
en mér finnst hún samt bara
dálítið flott.

No comments: