Vinkonan á svölunum er búinn að spinna sinn vef upp á nýtt. Þegar ég fór að sofa upp úr miðnætti var hún hálf ráðvillt greyið en þegar ég tók morgunpissið klukkan fimm í morgun var endurgerð lokið.
Ég er búinn að gera gæðaprófun á framkvæmdinni og vefurinn þolir að útigrillið sé opnað. Það er reyndr verst [eða best] að ég ætlaði að fara að taka eitthvað til á svölunum og hefði þá þurft að færa grillið eitthvað til. En ég sé ekki að það sé hægt nema að valda mjög alvarlegum veiðarfæraskemmdum.
Best að fara að fá sér eitthvaða að éta sjálfur. Ég nota annars svona hefðbundnari tól en svalabúinn. Buddu, visakort og svona verslanir.
No comments:
Post a Comment