Tuesday, July 26, 2005

Lítill bloggtími

Ég á við það vandamál að stríða að það er allt of lítill bloggtími. Þetta veður er að gera mig gráhærðan. Mar tímir varla að sofa því þá missir maður af einhverri rosalega flottu nóttinni, morgninum, sólskinsdeginum ellegar kvöldinu og sólarlaginu. Þetta hlýtur að fara að lagast. Annars er búið að loka mig aftur inni í vinnunni minni sem eru auðvitað hrikaleg meðferð á einum borgara þessa lands og ætti að vera kært hið snarasta til mannréttindadómstóls.

Er núna undanfarið búinn að vera að dunda mér við að taka hreyfðar myndir en það er svona þema sem ég ætla að vinna helst einhverja ljósmyndakeppni með. Veit ekki alveg um árangurinn en þetta er að minnsta kosti eitthvað hreyft. Bra að fljúga sko.
Moving bird (3)

En það skiptir kannski ekkert öllu máli því ég ætla að vinna einhverja texture keppni þarna á DPC á morgun. Næsta blogg verður um það sko. Ef ég vinn ekki þá er annað og þriðja sætið svona til vara. Ef ég fæ ekki verðlaun núna þá er það bara svindl. Ég endurtek ESS VAFF I DÉ ELL !

Mjá.

Ég fór annars í sveitina mína um helgina þar sem ég er að rækta dauð tré og viðhalda húsi fyrir mýs merkurinar. Það gekk ágætlega. Búið að koma þar fyrir fullt af dóti fyrir músa andskotana að verpa í næsta vetur. Veðrir var annars undarlegt þarna fyrir austan. Þetta er annars erétt hjá Péturesy ef einhver lesandi skyldi vera ófróður um skógræktina mína (Fellsmörk). Já. Það var nefnilega bara skýjað þarna undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli á laugardeginum þrátt fyrir alla sólina annars staðar. En svo skein hún eins og hún ætti lífið að leysa eftir hádegið á sunnudeginum og var komin langleiðina með að bræða allan jökulinn sem varð til þess að Ventó (svona VW Golf með skotti ef einhver skyldi ekki vita það) fékk það verðuga verkefni að frussast yfir metersdjúpt vatn. Ég hvatti hann með ráðum og dáð en allt kom fyrir ekki. Hann er helvítis gunga og ekkert annað. Þorði ekki yfir sprænuna fyrir sitt litla líf. Linti ekki látum fyrr en ég lét undan og bað einhver slyddujeppa þarna um að sjá aumur á honum og taka hann bara í tog. Það gekk ágætlega og ég fékk þennan fína þvott á gólfteppnunum afturí.

Í næstu viku stendur svo til brjáuð fjallaferð. Til að tékka á forminu skoppaði ég upp á Esjuna í kvöld. 56 mínútur þannig að ég slapp við hinn hroðalega aumingjastimpil sem allir fá sem komast ekki þangað upp á klukkutíma. Reyndar ætlaði ég að komast þangað á 55 mín og var jafnvel búinn að heita mér því að taka stóru digitalmyndavélina í ferðina ef ég kæmist á þeim tíma. Ég verð sem sagt að skoppa þangað aftur einhvern næstu daga.

Já en nóg í bili. Mín bíður bók sem ber hið undarlega nafn Bítlaávarp og þarf að lesast aðeins í kvöld. Reyndar ekki merkileg lesning en dáltið skondin á köflum. Svo þarf aðeins að sofa og svo vakna kl 4 til að tékka á hvort ég hafi ekki örugglega unnið þessa helv. myndakeppni atarna.


....

No comments: