Já, hörð er lífsbaráttan.
Wednesday, July 20, 2005
Það varð vinnuslys á svölunum hjá mér...
Nei annars - kannski ekki vinnuslys heldur svona matseldar og veiðimannaslys. Ég var nebblega að grilla mér ananas úti á svölum einhvern tíman rétt fyrir miðnættið fyrir mig og Ralldiggni sem kom í heimsókn að stela öllu viti frá mér. Og já, sko. Þegar ég var að grilla sko þá hef ég gengið eitthvað ógætilega um grillið og veiðitæki hennar vinkonu minnar lét alvarlega á sjá. Reyndar svo illa að það var ekki nema eins og einn grandari eftir til að byggja vefinn á. Mér sýnist hún vera hálf ráðvillt núna þarna úti á handriðinu en ég bíð bara og sé til hvort hún hressist ekki og verði þá komin með splunkunýjan vef í fyrramálið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment