Saturday, October 15, 2005

Þegar kreatífitíið hvarf....

Ég ætlaði að nota daginn og taka einhverjar flottar myndir til að verða glaður í marga daga yfir að geta eitthvað en ó og æ... Það brást.

Fór eitthvað út og datt bara ekkert í hug. Endaði á því að koma heim til mín aftur með minniskortið jafn tómt og þegar ég lagði af stað. Svona til að gera eitthvað þá varð þetta laufblað af askinum við eldhúsgluggann minn fyrir barðinu á mér.
one lonely leaf on my pavement



....
Það er annars greinlega komið haust þar sem laufið er að fara af Askinum. Það dettur óvenjurólega af núna þetta haustið. Byrjaði að detta af einhvern tíman í nótt og er ekki enn farið allt af. Klárast líklega á morgun. Askur er reyndar makalaust tré... eða þannig.

No comments: