Ég kem af fjöllum í orðsins fyllstu merkingu. Fór á fjöll í vikunni og plampaði hringinn í kringum Langasjó. Það var bara ekkert leiðinlegt. Reyndar dálítil pílagrímaferð þvi það skal víst eyðileggja þetta vatn og önnur falleg svæði með jökulgormi úr Skaftá innan skamms. Já svei attan.
Minn á botni langavatnsins við Langasjó...
var dálítið þurrt en samkvæmt landa-
kortinu þá lá ég þarna úti í miðju vatni
Það kemur kannski eitthvað meira um þessa ferð einhvern tíman ef ég hef nennu til. Og þó - ég held að það sé ólíklegt en það gætu nú samt hrunið inn einhverjar myndir.
Koma þá á Flickr síðu.
Núna var ég annars að hugsa um að fara að sofa enda er orðið framorðið. En það er ekki hægt því það er einhver að syngja úti á götu. Hann syngur ekkert sérlega vel og ég heyri ekki einu sinni hvaða lag hann er að syngja. En það er greinilega fjör á Gay Pride. Já, það er ekki bara kostur að búa með rónunum á Hlemmi. Annars er hann hættur að syngja og núna heyri ég ekkert nema vindgnauð á glugga og innan í fartölvunni minni og svo eins og einn eða tvo bíla sem eru að keyra framhjá. Á meðan þeir eru ekki með ónýta hljóðkúta eða götusóparinn (ó) vinur minn kemur þá ætti maður kannski að geta sofið eitthvað.
No comments:
Post a Comment