Sem sagt. Enginn Sauðárkrókur eða Skagafjörður í dag heldur bara hlaup og menningarvitleysa á eftir. Rakst nefnilega á hlaupaskóna þegar ég var að taka mig til á Krókinn í morgun og þeir bara sættu sig ekki við þetta og sem sagt: Hlaupari nr. 6699 hefur tilkynnt um þátttöku sína. Ég hef held ég annars aldrei verið með svona flott númer. Vona bara að ég hlaupi ekki á 66 mínútum þó númerið byrji þannig.
En núna. Búinn að borða hlauparamorgunmat sem innihélt banana og svo er bara að reima skóna á sig með flögunni og alles og æða svo af stað á eftir. Meira um það síðar en ég á ekki von á miklum afrekum að þessu sinni.
....
No comments:
Post a Comment