Tuesday, November 08, 2005

Þegar bloggið manns var sakað um að vera ekki blogg

Játs, bloggið mitt er að verða ekki blogg. Það skal ekki gerast svo lengi sem ég hefi fingurgóma til innsláttar og einhverjar slitur af heilaberki til að gefa þeim fingurgómum ordrur.

Minn fór í fyrsta skipti á blind-movie. Það er sko svona eins blind date en er ekki að fara á date heldur bara í bíó. Ég var náttlega verulega spenntur því þetta var svo þvílíkt spennandi mynd gerði ég ráð fyrir og hún var það. Þetta var svona ættarsaga sem gerðist á tæpu ári. Hófst með gríðarlega langri göngu og svo alls kyns ástaræfintýrum og svo mjög opinskáum kynlífssenum. Hmmm ..... nei annars, þær voru kannski ekkert svo rosalega opinskáar. En það kviknaði samt líf út frá öllum hamaganginum og þá fór spennan nú vaxandi. Svo var ungað út og þá var myndin fljótlega búin með svona alveg þokkalegu happy ending. Ég verð reyndar að játa að ég hef aldrei séð aðra eins mynd enda var hún um mörgæsir. Já, gaman að þessu!

Annars er allt eitthvað að gerast eða að minnsta kosti allt of mikið að gerast. Það á að fara að selja ofan af mér og núna ætti ég ekkert að vera að blogga eitt né neitt heldur að vera í einverri heví tiltekt.



....

No comments: