Svo er nú brotavilji þessara öfgasinna alveg dæmalaus. Þeir skiptu sér í tvo flokka og guð má vita hvað!
[Lögreglan fylgist með ferðum mótmælenda]
"Þeir hafa lýst því yfir að þeir ætli að halda áfram mótmælaaðgerðum og gefur það tilefni til að fylgst sé með ferðum þeirra enda vitum við ekki hvar þá ber niður næst," sagði Þórir.
Annars er ég svolítið skeptískur á þessi mótmæli að einhverju leyti. Eftirför lögreglu og útkall víkingasveitarinnar upp á Kárahnúka er hins vega alveg óumdeilanlega út í hött og dæmi um það hvernig stjórnvöld líta á persónufrelsið, tjáningarfrelsið og hvað allt þetta er sem ég hélt alltaf að við hefðum í ríkari mæli en flestir aðrir. En það er kannski bara einhver vitleysa hjá mér.
En það verður að hafa gætur á þessu liði því eins og lögregluforinginn sagði ábúðamikill í sjónvarpinu núna rétt áðan að þá þarf að gæta að því að mótmælin eru ekki bara bundin við Kárahnúka og við skulum ekki gleyma atburðunum sem urðu á Hótel Nordica nú fyrr í sumar. Já eins og einhver sagði einhvern tíman:
Þeir sletta skyrinu sem eiga það!
No comments:
Post a Comment