Tuesday, August 09, 2005

Raunir sjálfsljósmyndara

Ég fékk undarlega flugu í höfuðið fyrir nokkrum dögum. Það er að taka taka eina sjálfsmynd af mér (bull er þetta, af hverju þarf ég að segja að sjálfsmynd sé af sjálfum mér... auli!) á hverjum degi. Jamms. Og auðvitað verð ég að reyna að vera eitthvað frumlegur. Fyrr í kvöld fór ég í skyndibíltúr til að gera eitthvað sneðugt og endaði á að fara upp í grjótnámur Reykjavíkurborgar fyrir ofan Hafravatn. Þar eru alls konar hroðaleg varúðarmerki um spreningar og aðra óáran en ég hélt ótrauður áfram. Hvað gerir maður ekki fyrir listina. Verst reyndar að ég var með allt of mikla lyst, eiginlega að drepast úr hungri þegar ég var að þessu.

Ég stillti mér upp fyrir framan myndavélina í drullupyttum og uppi á grjóthrúgum og átti helst von á að fá eitthvað í hausinn. En það varð nú reyndar ekki. Reif svo af mér gleraugun því módel mega auðvitað ekki líta út fyrir að vera nærsýn. Það endaði svo með því að ég fann ekki gleraugnaskammirnar aftur og var farinn að skríða um svæðið á fjórum fótum til að finna þau án þess að stíga ofan á þau og skemmileggja. Ég er greinlega farinn að sjá eitthvað verr en mig minnti. En hvað um það. Fann gleraugnadótið og afraksturinn varð svona:
2005-08-08 nothing  but the head

Svo var ég hér reyndar að taka einhverja prufumynd og var þá greinilega að fá taugaáfall yfir grjótinu sem gæti farið í hausinn á mér:


desperate


En það er sem ég segi, hvað gerir maður ekki fyrir frægðina... nema kannski það að kma nakinn fram. Kannski samt ekkert svo vitlaus hugmynd. Nei annars, ég myndi aldrei þora að gera svoleis. Mar verður víst að gæta einhvers mannorðs eða velsæmis eða einhvers.

En annars. Myndirnar sem ég er að dunda mér við að taka í þetta eru á sérstakri Flickr síðu.

No comments: