Tuesday, August 16, 2005

Það getur verið ágætt að vinna í tölvufyrirtæki

Endurnýjun hefur staðið yfir og núna er minn kominn með skjá upp á háaloftið í hvorki meira né minna 21 tommu. Segi og skrifa tuttuguogeintomma. Og hann er stór. Fyllir næstum upp í háaloftið. Ég gat ekki lokað skottinu á bíldrússlunni þegar honum var dröslað heim í dag og það lá við bakverki eftir þessi ósköp. Verst að ég er logandi hræddur um að Ikea borðskriflið sem hann er á verði að láta í minni pokann og hlunkurinn mölbrjót á mér lappirnar á niðurleiðinni. Fari svo í gegnum hanabjálkann sem ég sit á, niður í klósett, mölvi það þannig að vatn flæði út um allt. Brjóti gat á gólfið og á gólfið þar fyrir neðan og falli svo til jarðar með svo miklum dynk að Reykjavík nötri.

Sem sagt. Ef það verður vart við jarðskjálfta nálægt Hlemmi og alvarlegur vatnsleki birtist á Laugaveginum þá vitið þið alveg hvað hefur gerst!
reykjavik Banner - 1

No comments: