En notaði þá í staðinn tækifærið í dag og þreif svalarskammirnar og það var ekki vanþörf á því. Það er svona rautt plast eitthvað á svalagólfinu til að halda þeim snyrtilegum en það var bara við það að hverfa í mosa og öðrum gróðri. Notaði líka tækifærið og endurnýjaði eitthvað í grasgillinu mínu. Það var víst orið fátt um fína drætti í því sem heitir brennari á þeim bænum.
Já.
Fór annars í fínan myndabíltúr út á Reykjanes í gær. Sjá Flickr síðuna mína en það var svona meðal annars þetta:

Það er annars algjör hryllingur að hafa þetta góða veður í sumarfríinu sínu. Maður kemur bara ekki nokkru í verk sem maður ætlaði sér að gera því mar er stöðugt upptekinn af að njóta veðurblíðunnar.
No comments:
Post a Comment