Sunday, October 30, 2005

Svona ýmislegt

Kannski svo margt að gera að það gefst enginn tími fyrir blogg. Annars þegar maður nær ekki að skrifa eitthvað sem maður eiginlega verður að skrifa þá verður bloggið dáltið útundan. En er samt enginn aumingjabloggari ef einhver ætlar að fara að brigsla mér um það.

En það hefur svo sem eitt og annað verið að gerast. Var í hlutverki leiðsögumanns að sýna útlendingi sem kom að ljósna um okkur í vinnunni minni í vikunni. Tókum hann í helvíti fínan túr, alveg einstaklega frumlegan þar sem við skoðuðum t.d. merkan stað sem er kallaður Þingvellir þar sem Ameríka og Evrópa mætast. Alveg meðólíkndumerkinlegt! Svo skoðuðum við hvítfrussandi hverapitti einhvers staðar á Suðurlandi þar sem að auki ég fékk hamborgara með þeim söltustu frönsku kartöflum sem ég hefi nokkru sinni séð. Ég sver það við skegg spámannsins að ég skóf sentimeters þykkt lag af salti utan af hverri kartöfflu. Eða kannski var það millimeters þykkt. Skiptir ekki máli. Noktun á salti í sjoppunni á Geysi er heilsuspillandi. Nú, svo skoðuðum við rosalega fínan foss þarna í nágrenninu sem fellur í einhverjum tveimur stöllum. Það var annars mikið æfintýr þar sem hinn stórhættulegi göngustígur þangað niðreftir var allur ísilagður og við duttum hver um annan þveran. Reyndar datt enginn í fossskrattann en það munaði ekki mjög miklu. Líklega ekki nema svoina 50 metrum. Rúsínan í pulsuendanum var svo að finna eitthvað blátt lón rétt hjá eiturspúandi jarðvarmaveri þar sem við gátum svamlað um tíma. Jábbs, ég hafði ekki neina einustu hugmynd um að landið hefði upp á öll þessi ósköp að bjóða.


two men and two shadows
Á svelluðum stíg fossskrattans


Þetta blogg mitt núna er annars svona safnblogg þannig að það má alveg fljóta með að á föstudagskvöld var mér bjótt lofkastalaklæddum í Iðnó af Hönnu Kötu að sjá mína eigin konu. Barsta rosva gjaman.

Svo í gær fór mínn á badminton mót. Nei ekkert sem áhorfandi heldur sem virðulegur keppandi og varð ekki neðstur þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu og beylglaða öxl.

Nú svo núna áðan var ekið austur um sveitir. Gætt að músahúsinu sem hefur enn ekki verið étið og einnig einum kettinum til komið þar ofan í moldina.


the icelandic south coast road
Það var föl á Suðurlandinu

En sit núna einn heima hjá mér kominn með hor í nös og geri ekki almennilega ráð fyrir að skrönglast í vinnuna á morgun.

No comments: