þetta er náttúrlega frábær afsökun fyrir að þurfa ekki að fara að hlaupa eitt né neitt í grenjandi rigningu í fyrramálið. En ég sakna þess samt. Reyndar kemur á móti að ég er ekki í nokkru einasta hlaupaformi. En reyndar er ég að hugsa um að stíga hér og nú upp á borðstofuborðið og strengja þess heit að næsta ár verður tekið með trompi. Vömp og hóglífi sagt stríð á hendur og hlaupið hvorki meira né minna en hálft maraþonþ. Segi og schrifa alveg hálft þon. Já þið skuluð gjöra svo vel og herma þetta upp á mig einhvern tíman snemmsumars á næsta ári. Takk fyrir.
Þessi löpp mun ekkert hlaupa á morgun
en kannski fara á hestbak...
það er líka gaman!
No comments:
Post a Comment