Friday, August 19, 2005

Éra hugsum að skrópa á menningarnótt

Þetta er grábölvað og eiginlega mér að kenna. Það á að fara einhverja ferð í vinnunni minni norður í land á morgun. Sko svona á vegum starfsmannafélagsins eða hvað það nú er. Skil ekki hvernig þessir gúbba sem ráða þar ríkjum létu þetta gerast að fara í ferð norður í land þegar það er menningarnótt í henni Reykjavík. Reyndar skil ég þetta alls ekki þar sem ég er víst formaður í þessu blessaða starfsmannafélagi. En reyndar. Ég fékk ekki að ráða þessu og var ekki nógu klókur að segja bara þvert nei. Bullið er síðan mest að þeir sem vildu endilega fara á þessum fáránlega tíma fara ekki neitt held ég. Eða a.m.k. ekki allir. Jæja en...

þetta er náttúrlega frábær afsökun fyrir að þurfa ekki að fara að hlaupa eitt né neitt í grenjandi rigningu í fyrramálið. En ég sakna þess samt. Reyndar kemur á móti að ég er ekki í nokkru einasta hlaupaformi. En reyndar er ég að hugsa um að stíga hér og nú upp á borðstofuborðið og strengja þess heit að næsta ár verður tekið með trompi. Vömp og hóglífi sagt stríð á hendur og hlaupið hvorki meira né minna en hálft maraþonþ. Segi og schrifa alveg hálft þon. Já þið skuluð gjöra svo vel og herma þetta upp á mig einhvern tíman snemmsumars á næsta ári. Takk fyrir.



a foot and  a hand
Þessi löpp mun ekkert hlaupa á morgun
en kannski fara á hestbak...
það er líka gaman!

No comments: