Ég þori nú varla að upplýsa um mitt síðasta afrek á sviði utanviðsmennsku.
....utan við sig...
En þetta byrjaði svo sem allt voðalega sakleysislega. Svona rétt eins og einher sem byrjar reykingaferilinn á því að draga bara að sér andann, svo veit hann ekki fyrr til en það er komið eitthvað logandi rör sem andað er í gegnum og svo bara er maður farinn að reykja. En nei... ég er ekkert farinn að reykja ... ætti ekki annað eftir.
En það var einhvern tíman rétt fyrir hádegið í gær að ég sá að hetjurnar í vinnunni minni voru allt í einu bara komnar í hlaupagallann og eitthvað rosalega heilbrigðar. Rámaði mig þá allt í einu í hlauparagallann minn sem var fyrir löngu orðinn úrkula vonar um að verða notaður aftur nema einhver myndi hreinlega brjótast inn í bílinn minn og stela honum. Nei, ég fékk sem sagt þessa fáránlegu hugmynd að skokka bara líka og þá í þessum hlaupagalla.
Þetta reyndist vera þjóðráð. Hlaupagallinn varð sveittur, sæll og skítugur en ég bara dauðuppgefinn. Enda kom það á daginn að mér gekk mikið betur að treina þessa 5 kílímetra í einhvern almennilegan klukkutíma skokktúr heldur en hinum sem bara æddu áfram og fóru frekar illa með suma kílómetrana og gáfu þeim ekki nema einhverjar vesælar fimm mínútur.
En hvað um það. Taskan með blautu og skítugu dóti endaði undir skrifborðinu og gleymdist þar að sjálfsögðu. Ég hins vegar sem krónískur vinnusjúklingur átti auðvitað leið í vinnuna aftur seint um kvöldið og þá allt í einu kom þessi vesalings taska upp í hugann.
Síðan þegar ég vaknaði í morgunn þá allt í einu mundi ég eftir töskunni og fór að hafa áhygghjur af blautum illa lyktandi fötum í einhverri tösku hér í íbúðinni. Nú ég þurfti svo að huga að öðrum mikilvægari málum eins og að finna einhverja sokka til að fara í. Kom þessi töskuskömm ekkert meira upp í huga minn fyrr en ég fór að heyra einhvern orðróm um hina undarlegu tösku sem hafði fundist úti á bílastæðinu um miðnættið einhvern tímann.
Nei ég skil ekki að fólk sé eitthvað að gera grín að mér.
Svo skal skokkast á morgun aftur. Verður spennandi að vita hvaða axarskaft ég geri þá. Kannski gleymi ég núna að fara í hlauparagalann og geymi hann bara þurrann í töskunni. Það er annars ekkert svo galin hugmynd... myndi spara þvotta töluvert. En nei annars, það er líklega aðeins of kalt fyrir slíkar hetjudáðir. Læt þær bíða til vorsins.
No comments:
Post a Comment