Thursday, July 28, 2005

Skrópasýki

Gerðist kærulaus í gær í góðaveðrinu enda spáð súld fyrir daginn í dag og skrópaði að minnsta kosti heilan klukkutíma. Það var annars erfitt að yfirgefa vinnustaðinn þar sem ég baðaði mig í sviðsljósi frægðarinnar fyrir myndina góðu.

Mikið ógisslega var gott veður. Fór hjólandi niður í bæ og keypti mér svo ógeðslegan hamborgara til að grilla á svölunum. Var grár, ljótur og slepjulegur og hélt áfram að vera linur og ógeðslegur alvea sama hvað ég steikti hann. Ojbara. Og ég átti fjóra svona. Ætlaði reyndar bara að henda hinum þremur en svo var hann ekki jafn ógeðislega vondur á bragðið og ég hafði átt von á. En ojbara samt.

Fór svo í einhvern misheppnaðan myndatökubíltúr upp í Hvalfjörð en það var samt bara gaman.


....

No comments: