Wednesday, October 05, 2005

að vera eða ekki vera...

...yfir sig treyttur. Ég er er svoleis. Núna er málið að fara roslega snemma að sofa en samt kannski blogga skmá svona til hátíðabrigða.

Það er einhvern veginn allt að gerast þó kannski sé ekkert að gerast. Var í vikulegu badminton sprikli og á hraðferð upp á Elliðavatn til að vera á fundi sem mig langað nákvæmlega ekkert á. Svo ekki skemmtilegt fundarefni að ég hirði ekki einu sinni um að blogga um það hvaðþámeira. Nú, ég hallaði mér upp að veggnum þarna í búningsklefanum á meðan ég var að tala við Ágúst badmintonspilara (hann er roslega góður, svona álíka og ég sjálfur, ég er reyndar búinn að spila tvisvar sinnum meira en hann síðustu árin... þ.e. fjórum sinnum en hann bara tvisvar ef skiptið í dag er talið með) og viti menn... slokknuðu ekki öll ljósin. Hey þú þarna sögðu allir, varstu að slökkva. Onei - rafmagnið var farið og hjálp - það var líka farið í vinnunni minni. Þeir sem eitthvað vita vita líka hvað það getur þýtt. Núbbs það var sem sagt unnið eftir alls kyns neyðarplönum og alveg svaka fínt stuð þangað til stuðið kom aftur í gegnum rafmagnsvírana. En gvað um það.

Mamman manns er farin á sjóinn þannig að ég er núna hálf munaðarlaus en það kemur auðvitað kona í konu stað... nei annars, þetta var nú bara asnalegt grín Annars átti ég von á að þurfa að fara að passa einhverjar kisur en það verður líklega ekki. Þeim fækkar tölunni svolítið og það þarf að fara í aðra kattarútför eins og var þarna um daginn. Ætli það verði ekki um aðra helgi. Kemur í ljós. Mér finnst annars alltaf jafn skemmtilegt að segja frá því að mamma mín sé á sjónum. Dálítið absúrd að eiga móður hátt á sjötugsaldri sem er bara farin í mánaðarlangan sjótúr. Verst með pabbann sem situr núna einn heima. Maður verður að vera duglegur að kíkja á hann.

Ég átti annars dáltið fyndið eða reyndar líka sorglegt samtal við hann múttuna í gærkvöldi um látna ketti, frystikistur og lambaskokka. Borgar sig samt ekki að lýsa þeim ósköpunum frekar.

Já, það er sem sagt svona ýmislegt að gerast en líklega best að reyna að komast í draumheima þannig að maður verði til einhvers nýtilegur á morgun.

No comments: