Svo var farið í óvissuferð. Undarlegt með hugmyndaauðgi óvissuferðanna. Þetta var held ég fimmta óvissuferðin hér með vinnunni minn og tvisvar er búið reyna að kenna mér línudans. Ég alveg dýrka línudans út af lífinu eða þannig. En, nei annars. Ég skil ekki alveg tilganginn með línudansi. Dans sem ég get fundið mig í þá má maður gera það sem manni sýnist og svo er eitthvað annað fólk sem maður er að dansa við. En nei. Línudansófétið. Þá standa allir í einhverjum skipulegum röðum. Gera nákvæmlega það sem einhverjum spekingi datt í hug fyrir löngu að væru flott spor. Síðan sér maður í besta fllai ekkert nema hnakkann á næsta manni og ef maður fær að koma við einhvern þá er það bara maður sjálfur. Neibbs. Mínar hugmyundir um dans eru að fá einhverja smá útrás, fíla góða tónlist, vera með fólki, sjá framan í það og einhver komi eitthvað við einhvern enda er maður manns gaman.
Þessi stórgóða óvissuferð náði annars hápunkti sínum þegar við stálums yfir grindverk og alles ofan í heitan pott og vorum í þokkabót rekin uppúr eins og óþgægir krakkar. Alveg ótrúlegt hvað það er gaman að vera þó ekki nema eins og óþægur krakki eitt kvöld. Verst annars að ég fór aðra ferð yfir grindverkið til að hjálla til við að sækja eitthvað sem hafði orðið eftir og tókst eiginlega að rífa af mér hægri öxlina þegar ég fór niður af skrambans grindverkinu. Er aukin heldur allur skreyttur marblettum hér og hvar!
EN
Fór svo í rosla góðan göngutúr upp í Hengil í gær. Verst við fórum ekki inn í dal heldur upp á fjall þannig að við komumstumst ekkert í heitan læk að striplast en það gerist kannski bara einhvern tíman seinna. En ég get vottað að veturinn er kominn í Hengilinn. Sknjór út um allt og hvaðeina. Verst það var engin myndavél með þar sem þetta var roslega flott allt saman.
No comments:
Post a Comment