Saturday, December 31, 2005

Áramót!

I wish you all a good year 2006


Nú skal öllum óskað gleðilegs árs og þakkað fyrir öll innlitin á bloggið mitt og allt annað gott á því herrans árinu númer tvöþúsundogfimm sem er að klárast.

Er með einhvern krankleik þannig að áramótin verða bara róleg. Þarf sem snarast þess vegna að kaupa einhverja skotelda og svo líka skvera mér til einhvers doktors til að láta rannsókna mig. Nei ég er ekkert að drepast en það var eitthvað í gær eins og það átti ekki að vera.

Já og reyndar þarf ég líka að komast með kort í póst. Það voru nefnlega jól um daginn og þá náðist ekkert að klára fólikortin. Þeim var þess vegna breytt í áramótakort. Eins og það sem er hér að ofan. Sú kortagerð kláraðist hins vegar ekki fyrr en í gær einhvern tíman. Þetta er samt kannski orðið svo seint hjá mér að ráð væri að breyta þessum kortum í þrettándakort... nú eða bara páskakort!

En svo var búið að loka fjárans pósthúsinu í gær þegar átti að koma þessu í póst svo frímerkin fengust ekki. Fann reyndar einhver gömul í skríni mínu einhvers staðar. En þá var skundað í ammælisveislu Hrafnhildar á Tómasi og því enginn tími til að koma kortum í póst. Svo varð reyndar ammælisveislan hálf endaslepp vegna krankleikans en ætli maður reyni ekki að finna einhvern ´póstkassa núna á eftir. Vona bara að hann verði þá ekki sprengdur í loftupp. Ef þú sem þetta lest átt von á korti frá mér og færð ekki neitt þá sem sagt stafar það líklegast af því að póstkassinn hafi verið tætlusprengdur í látum áramótanna.

En hvað um það...

Gleðilegt ár!


No comments: