Thursday, August 11, 2005

stundum...

... gerir maður of mikið af þssu:

2005-08-10 on the computer

Hanga bara fyrir framan sjónvarpið en vera samt að brávsa einhverja vitleysu. Oftar en ekki að bíða eftir að einhver kommenti á myndirnar manns nú eða bloggið manns. Stundum þarf maður nú reyndar að bíða dáltið lengi eftir því. Skammstín og settu nú komment því þá verð ég svo hroðalega glaður.

Var svo reyndar næstum búinn að ákveða að slaufa þessari sjálfsmyndavitleysu minni en held kannski eitthvað áfram. Myndin af krumlunum mínum á lyklaborðinu er sko reyndar auðivtað partur af því... enda eru hendurnar manns partur af manni sjálfum líka. Eða a.m.k. partur af mér. En það er nú önnur saga sem kannski ekki allir leggja neina sérstaka trú á. Ekki nema þeir sem eru handatrúar. Æ - nei það heitur víst að vera andatrúar. Ætli þeir trúi þá ekki bara á brabra. Hlýtur að vera undarlegt lið.

Þessi mynd þarna fyrir ofan er annars dáltið kúl sem bakgrunnur á tölvuskjánum. Hún er svona tölvuvædd útgáfa af jakkanum á stólnum. Hvort ég sit í sætinu mínu í vinnunni eða er bara úti að borða ís og pulsu þá er ég alltaf greinilega að vinna eitthvað og alveg rosalega iðinn með hendina á fullu á músinni.

No comments: