Monday, December 19, 2005

sumar helgar!

winter horses 2

Íslenskir vetrarhestar úti á Skógasandi


Helgin þessi var sú ágæt ein. Veit ekki hvað á að bloga um hana eða hvar á að byrja.

Það væri til dæmis hægt að blogga um það að föstudagskvöldið var tómt vandamál þar sem allt of margt átti að fara að gera það kvöld. En eftir hafa valið og hafnað var fyrst spilað fimbulfamb og drukkinn bjór með. Síðan var drukkið eðalviskí a la Snorri og svo var bara farið í bæinn.

Stuðið átti að vera á Nösu með Hjálmum og fleirum en það þótti of stutt eftir þannig að við skunduðum bara á Thorvaldsen. Enda sá staður í alveg sérlegu uppáhaldi hjá Hönnu Kötu. Nú enda sýndi það sig að við fengum ekki inngöngu. Engan hér í flíspeysu takk og alls ekki í hvítum strigaskóm. Allir ammilegir staðir eins og Thorvaldsen eru með vel útpældan dress code.

Ég er annars að hugsa um að gera tilraun, hvort ég komist inn á Thorvaldsen í lopipeysu!

Svo var horft á dyrnar á Prövdu en þar stóð eitthvað um snyrtilegan klæðaburð og strigaskórnir voru enn til staðar þannig að áfram var haldið og ekki látum linnt fyrr en komið var í hús málarans.

Þar var setið drykklanga stund og spáð í liðið. Undir handleiðslu yfirlöggunnar var farið í greiningarkeppni díástands liðsins og var það dálítið sérstakt fyrir okkur óinnvígð í þann heim. Einhverjir voru víst eitthvað steinrunnir sá sérfræðingurinn!

Á laugardeginum var drattast úr bænum einhvern tíman undir kvöld og farið í sýnisferð austur í Fellsmörk. Gekk það tíðindalaust fyrir sig í roki og mýgandi ringingu alveg þangað til komið var að einni smálækjarsprænu. Já, já ekkert stór en reyndar svona einhver hluti af Hafursá sem er Jökulá en á veturna eru hvort sem er allar ár sæmilega tærar.>

ÉG: Er nokkuð mál að fara hér yfir?

HK: Veit það ekki, þekki þetta ekkert en er það nokkuð?

Og ég þá út í á Ventó... Æ... laust í botninn, krafla mig uppúr en æ... það var enginn vegur þarna áfram bara einhverjir malarahaugar úr ánni.

ÉG: Eigum við ekki bara að skilja bílinn hér eftir og sækja hann á morgunn....

Það var sko grenjandi rigning, rok og kolniðamyrkur en ekkert svo langt eftir í kofann og við hvort sem er útbúin til að klára þetta gangandi þannig að ég bara opnaði dyrnar og ætlað að stíga út en...

ÉG: Æ nei... hmmmmm.... það er ekkert mjög gæfulegt að skilja bílinn hér eftir, við erum úti í á.

Svo var hjakkað fram og til baka þannig að hægt væri að snúa við.

HK: ÆÆÆ þú ert að klessa á girðinguna

ÉG: Mér er fjandans sama um þessa helvítis girðingu.....

Eitt hjakk

ÉG: Æ nei annars, ég á þessa girðingu víst. Best að eyðilggja hana ekki alveg.

Þetta þótti víst fyndið!
Smá hjakk....
´
ÉG: Eigum við ekki bara að skilja bílinn eftir hér, hann er kominn á þurrt.

HK: Hmmmmm

HK horfir á mig eins og ég sé að missa vitið...
Smá vangavelta....

ÉG: Nei mér líst ekki á það, hann er að byrja að sökkva!!!!

Smá hjakk... bíllinn næstum fastur....

ÉG: Það er ekki nema um eitt að gera, taka bara sveiginn hér niður ána og ná upp á bakkann þarna hinum meginn....

.... hinum meginn var sko í myrkrinu einhvers staðar.

Svo var keyrt með gusugangi yfir og bíllinn bara staðinn. Eða því hélt HK að minnsta kosti fram, eftir að hún kom hlaupandi á harðaspretti yfir á eftir bílnum.

En... þetta var æðisleg ferð!!!



Á heimleiðinni hittum við nokkra káta klára sem biðu af sér hríðina á Skógasandi. Sjá félagana efst í færslunni. Þeim var klappað, þeir voru myndaðir og við þá var rætt á Pjásamáli!

Svo var sunnudagskvöldið bara ágætt í lambalæri hjá pa&mö og svo komið við á Tómasi á bakaleiðinni.

Seint og um síðir ákváðum við að fara í fatabreytngar heima hjá mér. Það gengur náttúrlega ekki að HK sé í fötum í fullorðinsstærðum þannig að við ákváðum að minnka þau aðeins ..... Já þessar þvottavélar og þurrkarar. Hvílíkar grægjur! Það er sko ekki bara hægt að þæfa í þeim heildur líka breyta stærðum.

No comments: