Það kom fyrir í síðustu viku að það dó köttur. Því var ekki nema um eitt að ræða. Austur um sveitir var steðjað í líkfylgt og kisu fylgt til grafar. Það lögðu margir hönd á plóg og hér sést karl faðir minn klára hina hátíðlegu greftrun.
´
Nú svo var fengið sér eitthvað að borða og síðan fóru nú flestir bara í bæinn nokkuð fljótlega. En reyndar dútluðu tveir eitthvað í músahúsinu fram eftir kvöldi
Og slógu loks upp herjarinnar grillveislusvallsáti með tilheyrandi rauðvínsdrukk áður en gengið var til náða.
Já, þetta gengur svona fyrir sig.
No comments:
Post a Comment