Sunday, September 04, 2005

Að keyra með tánum

Ég las einhvers staðar að það væri rosalega snjallt að stýra bíl berfættur. Þá myndi maður t.d. mun síður sofna undir stýri. Ég var nú reyndar ekkert sérlega syfjaður heldur bara að koma af línuskautum. Þar sem það er næstum því ómugulegt að keyra bíl í línuskautum þá fór ég úr skautunum. Nú og þar sem ég var allur orðinn sveittur og ógisslegur á fótunum þá fór ég bara úr sokkunum líka. Þá var ég sem sagt orðinn albúinn að prófa að keyra berfættur, sem og ég gerði.

Hvíklíkur munur á stjórnun einnar bifreiðar að hreyfa bara aðeins stórutánna örlítið til að gefa meira bensín inn. Þetta gekk alveg rosalega fínt, alveg þangað tíl ég fór að færa mig upp á skaftið og fór að prófa eitthvað sem ég sá á internetinu um daginn, einhver handalaust kona sem stýrði bílnum sínum með fótunum. Það gekk þá ekki betur en svo að ég var næstum búinn að keyra á bílinn á undan mér. Mig vantar kannski sjálskiptan bíl fyrir þessar tilraunir mínar. En ég sem sagt klossbremsaði einhver staðar á Hverfisgötunni. Það varð nú reyndar ekkert slys, nema kannski innortis í skottinu á bílnum mínum sko.

Ég ætti kannski að fara að finna mér hefðbundnari áhugamál en að keyra bíl með tánum...


....
Já en svo annars. Ég er að velta fyrir mér hvenær landverðir koma til byggða á haustinn. Eða ætli þeir séu bara búnir að gleyma manni. Ætti maður kannski bara að fara í smalamennsku inn á Möðrudalsöræfi núna að þessu sinni.

Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér en svo sem fáir sem vita um hvað ég er að rugla.

No comments: