Tuesday, July 19, 2005

Grrrr - hávaðaseggir

Það er alveg undarlegt hvernig mennirnir dirfast að vera að brjóta fyrir svalahurð í þessu góða veðri þegar ég ætlaði að sitja úti á svölum og hlusta á Ellu Fitzgerald í ró og næði. Verð víst bara að fara að heiman!

Já annars. Meðan ég man. Einn lífsháskinn sem ég lenti í gær var þegar ég fékk þá undarlegu flugu í höfuðið að prófa hvernig sígarettukveikjarinn í bílnum mínum virkar. Þar sem ég var auðvitað ekki með neina sígreddu þá stakk ég bara vísifingri vinstri handar inn í helvítis kveikjarann. Það heyrðist hviss síðan kom brunalykt og svo myndaðist óhugnanleg brunablaðra og stingverkur sem náði upp fyrir olnboga.


.... núna veit ég að hann virkar og það er hiti þarna inni!

No comments: