Saturday, September 10, 2005

Ó þessi vika...

Þetta er búin að vera dálítið spes vika út af ýmsu.

Á þriðjudaginn var eitt af félögunum mínum, Stjórnvísi að krýna nýjan heiðursfélaga og þess vegna varð ég svo frægur að fara í útvarp og vera eitthvað nefndur bæði í Mogganum og Viðskiptablaðinu held ég. Á fimmtudaginn var svo hringt í mig af Mogganum og mér boðin ókeypis prufuáskrift í einhverjar vikur og þáði ég það bara merkilegt nokk. Svo var hring aftur í mig af Mogganum í gær en þá varð ég dálítið hissa. Hvað það var ætla ég reyndar ekkert að láta uppi fyrr en einhvern tíman í næstu viku en það var dáltið skemmtilegt samt.

Svo er ég núna loksins orðinn megatöffari með síma sem tekur myndir og getur skoðað tölvupóst og guð má vita hvað. Hann er meirasegja blár ef einhver ætlar að láta sér detta eitthvað annað í hug.

Í gær var svo Oracle ráðstefna og veislustand um kvöldið sem endaði með því að minn dansaði frá sér allt vit. Ógissla gaman barsta!

Nú og svor er eitt og annað mart að gerast svo sem líka sem kannkski verður einhvern tíman látið uppi. Svo stóð til að fara austur í sveitur í dag en það dregst víst til sunnudagsins.



....

No comments: