Tuesday, November 01, 2005

Frábær Kárahnjúkamynd í sjónvarpinu

Ég bókstaflega verð að skrifa eitthvað um þetta því þetta var svo frábært. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig!

Taka 1:

Þetta er með ólíkindum! Það er verið að byggja tvær virkjanir uppi á hálendinu. Önnur er alltaf í fréttum og þar er allt í klessu. Gengur ekkert að bora einhver göng og allir brjálaðir út af því að verkakarlarnir fá ekkert borgað og lúsarlaununum þeirra er hreinlega stolið af þeim.

Það var verið að sýna frá hinni virkjuninni í sjónvarpinu. Þar gengur allt æðislega vel og allt er alveg rosalega skemmtilegt. Reyndar gekk eitthbvað illa að bora en það er allt að komast í lag og það fór einhver slyppstöð á hausinn en það er aukaatriði. Það sem skiptir öllu er að mötyneytið er frábært, það er fullt af glöðum krökkum þarna og verkakarlarnir sem eru flestir frá Kína fá að horfa á sjónvarpið í sérstökum stílhreinum setustofum!


Taka 2:

Ég var að horfa á mynd Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun og einhvern veginn datt mér í hug áróðursmynd frá Sovétríkjunum sálugu!


Taka 3:

Mikið var að einhver kom með rétta lýsingu af Kárahnjúkavirkjuninni. Ekki þessar eilífu neikvæði fréttir sem hafa tröllriðið öllu í fréttum. Nei, núna var virkjunin sem er auðvitað stórkostlegasta framkvæmd Íslandssögunnar ef ekki heimssögunnar sýnd í sínu rétta ljósi. Þarna er verið að vinna þrekvirki við hinar erfiðustu aðstæður og í raun aðdáunarvert að verkið skuli halda áfram!

No comments: