Svo fór ég til tannlæknirins míns í morgunn og hann fann heila holu sem hann ákvað að stækka með ægilegum borum - bæði honum litla skræk og frænda hans honum stóra rámi. Varð úr því ægilegt ginnungargap sem fyllt var með hvítu plasti.
Svo át ég einhverja ógeðis steik í hádeginu sem öllum fannst góð en mér fannst bara lala og svo fékk ég í magann af henni.
Lox tók ég á það ráð þegar ég kom heim að þvó svitaskítablautufötin úr töskunni minni sem gleymdist alveg í gær.
Já og segi ég þá aman eftir þessari færslu þar sem hún á ekki að vera svona skelfinlega löng eins og færslan sem var gerð á undan.... og þó verð að taka fram að þar sem það er komið fram yfir miðnætti þá er í dag í gær og í gær í fyrradag. Þar sem minn dagur byrjar ekki fyrr en ég er búinn að sofa og það er ég að hugsa um að fara að gera hvað úr hverju.
....
No comments:
Post a Comment