Thursday, July 21, 2005

kaffi

Er svona drykkur.

Búinn til úr baunum sem eru ræktaðar í útlöndum en brenndar á Suðurnesjum.

Malaðar hér og þar og settar í könnu sem er fyllt af vatni og gumsið svo pressað saman. Eða þannig geri ég að minnsta kosti.

Síðan drekkur maður þetta og þykir gott. Sumir fá í magann eða hreinlega magasár af þessum fjanda en aðrir geta ekki sofið. Það hefur nú reyndar ekkert skeð fyrir mig annað en að stundum hefur mér fundist að ég hafi fengið nóg en það er bara stundum. Svo ef ég drekk þennan fögnuð ekki um stund þá fæ ég stundum hausverk. Það getur verið óþægilegt. En samt allt í lagi því hann hverfur. Svo getur maður bara fengið sér kaffi aftur.

Þetta er svona ógeðisdrykkur sem pabbi og mamma drukku í gamla daga og mér fannst bara vondur. En svo man ég að skv. áreiðanlegum heimildum í Jóni Oddi og Jóni Bjarna er ekki hægt að rífast á meðan maður drekkur kaffi. Það er kannski þess vegna sem það er alltaf verið að bjóða upp á kaffi á fundum.

Mér datt þetta bara svona í hug.


Would you like some coffee now?
.... skál!

No comments: