Wednesday, September 07, 2005

Ég er ennþá of mikið utan við mig

Er búinn að vera að spila einhvern geisladisk í allt kvöld, svona þrisvar held ég. Fannst undarlegt hvað hann varð alltaf leiðinlegri og leiðinlegri með hverju skiptinu sem ég setti hann aftur á. Gafst að lokum upp á honum og ætlaði að fara að spila eitthvað annað bara. Ýtti á einhvern takka þarna til að taka diskinn út. Hann kom út en... leiðinlega tónlistin hélt bara áfram!

Það á að banna leiðinlegar útvarpstöðvar sem þykjast vera geisladiskarnir mínir!



....

No comments: