Sunday, July 17, 2005

Kominn til baka frá Hornströndum

Sunset in Hornvik - Hornstrandir

Í Hornvík, fyrsta kvöldið í ferðinni en þá var sko rigning eins og sést á myndinni!



Er kominn til baka úr frábæru ferðalagi um Hornstrandir. Var fyrst ekið í Djúpuvík þar sem gist var á djupavik.com og svo siglt frá Norðurfirði í Hornvík þaðan sem gengið var á þremur dögum í Reykjarfjörð þar sem Kristján hennar Ralldiggnar er ættaður. Tók þar ættleggur hans á móti okkur með eðalgrilliðu lambalæri. Var svo siglt til baka eftir tveggja nátta stopp þar í Gamla húsinu og tvær ef ekki þrjár sundlaugarferðir.
In an old house

Ralldignur, Kristján og ég sjálfur inni í einhverri gamalli skemmu í Reykjarfirði sem forfeður eða að minnsta kosti ættingjar Kristjáns hafa reist einhvern tíman á öldinni sem leið.

No comments: