Sólmyrkvaveðurspá
Það er víðáttumikil hægfara lægð SSV af landinu og veikluleg hæð norður af því. Samskil lægðarinnar hreyfast hægt norður á bóginn í átt að Íslandi ( sjá kort fyrir neðan). Tímasetning/staðsetning skilanna ræður hér mestu um skýjahuluna. Það er spáð úrkomu við suðurströndina fyrir miðnætti og síðan á Suður- og Suðausturlandi öllu.
Þannig að möguleikinn á að sjá sólmyrkvann er norðanlands. Föstudagur ætti að vera sólskinsdagur fyrir norðan but er kvölda tekur þykknar upp í lofti sunnanfrá. Hvað hratt það gerist er 64k spurningin.
Ef skilin hreyfast hægar, þá yrði líklega áfram alskýjað sunnantil en líkurnar ykust á að berja sólmyrkvann augum. Ef skilin fara hraðar yfir, ó jæja, rigning eða sól, íslenskar vornætur eru yndislegar.
Ja, ekki á ég nú von á að ég fari alla leið norður og niður til að sjá sólina myrkvast enda í raun alls óvíst að það takist nokkuð heldur þar
No comments:
Post a Comment