Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur
Fór á frekar skrýtið leikrit áðan. Það var reyndar svo skemmtilega skrýtið að ég gat skemmt mér við að hugsa um hvernig karli föðru mínum þætti stykkið vera. En það eru yfirleitt gæðamerki með leikritum.
Það sem gerir þettta leikrit annars einkennilegast er að það hefur ekki neinn almennilegan söguþráð, heldur bara stök atriði um alls kyns heilasjúkdóma sem lýsa sér jafnvel í því að menn fara að hallast að því að þeirra eiginkonur séu hattar. Var einkar áhugavert en eiginlega þá saknaði ég samt söguþráðarins. En það voru nú svona nokkuð kómísk atriði í leikritinu. Eins og t.d. þegar þessi með Tourette heilkennin var kominn á uppboð. Lenti náttúrulega í alveg hroðalegum vandræðum og sat uppi með að kaupa allt sem var til sölu á hæsta mögulegu verði!
Varð annars fyrir mestum vonbrigðum í hléinu þegar ég komst að því að ég ekki fengið mér sæti af því að einhverjir alveg ofboðslega forsjálir voru búnir að panta meirihlutann af öllum borðunum, stólunum og jafnvel sófunum þarna í Borgarleikhúsinu. Varð fyrst svolítið fúll á svipinn en er viss um að ég bara panta mér fullt af borðplássi næst þegar ég fer í leikhúsið. Verð samt að játa að ég mun alltaf sakna kaffihússins sem var í Iðnó í gamla daga.
No comments:
Post a Comment