Nýja bloggvistunin kemur bara ágætlega út sýnist mér
Virkar hraðar en áður og t.d. Stínublogg og Röggublogg virðist vera eitthvað í ólagi. Er líka laus við auglýsinguna af síðunni.
Arkífið virkar hins vegar ekki ennþá, fer að nota mína jarðýtuaðferð til að laga það. Og skilaboðakerfið virkar eitthvað illa en kemur stundum en fer síðan bara aftur. Er kannski meira að veða eins og sendiboði í staðinn fyrir skilaboði. Þegar kerfið hverfur af síðunni minni þá hefur það kannski bara senst eitthvað annað. Þarf síðan líka að skrá þennan nýja stað hjá RSS molum, þannig að það skoði nú einhver síðuna (svona fyrir utan fastagesti).
Er samt eiginlega spældur yfir öðru. Ég sem hélt að ég væri nörd. Ætlaði að fara að hætta alveg við blogger ófétið og nota þetta Movable Type í staðinn en varð eiginlega að játa mig sigraðan í gærkveldi. Ég fattaði bara ekki baun í bala hvernig þetta átti að virka. Hvar átti að setja hvað og hvernig. Ef einhver aumkar sig yfir mig þá væri nú reyndar ágætt að fá einhverjar leiðbeiningar. Nei ég segi bara svona.
No comments:
Post a Comment