Örþreyttur og eiginlega alveg úppgefinn
Fór út að línuskauta. Skautaði út um allt. Frábært veður. Línuskautaði með barnavagn í fyrsta skipti á æfinni og var það eiginlega heví mega kúl eða það fannst mér að minnsta kost og maður á alltaf að blogga það sem manni finns. Það segir mamman manns að minnsta kosti. Skautaði síðan í gegnum miðbæinn á leiðinni heimog held að ég hafi heldur aldrei áður gert Lækjargötuna svo fræga að skauta hana! Gúlp. Er síðan boðinn í mat í kvöld. Hvað það verður veit samt enginn.....
Kom síðan heim í góðaveðrinu til að undirbúa námskeið sem ég er að halda eftir helgi í Endurmenntun. Þarf að skila af mér gögnum í fyrramálið og var bara svona rétt so svona að komast að því að þau eru öll týnd. Vona bara að þau í Endurmenntun séu með orginal möppuna. Ef ekki þá verða eiginlega góð ráð dýr í fyrramálið. Ef þau verða þá í boði á annað borð.
PS
Mér sýnist að veðrið hafi verið svo gottð það bara stórsér á handleggjunum. Eru að verða rauðir eins og tómatar. Ja,kannski bara svona bleikir en samt....
PSS fyrir Hjördísi og aðra sem halda að það sé eitthvað erfitt að vera með barnavagn á línuskautum: Þetta er ekkert mál. Eins og að vera með göngugrind. Og sérsaklegaað bremsa. Ég breyttist í bremsusnilling um leið og ég var kominn með barnavagninn. Spurning um að ég fái mér barnavagn bara svona almennt upp á öryggið á línuskautum!
Og PSSS svona off the record. Ég rústaði Trivial Persuit keppninni eftir matinn!
No comments:
Post a Comment