Fór á frábæra ráðstefnu í dag um tölvuöryggismál
Lærði ýmislegt gagnlegt á henni. M.a. að þarna úti í mörkinni er fullt af bófum sem vilja reyna að brjótas inn til þín. Einnig að bófarnir geta nú þegar verið inni hjá þér. Og þetta getur verið alveg stórhættulegt mál og því er sko betra að passa sig!
Annars er kannski ekkert von á miklum pælingum þegar hvert erindi er ekki nema hálftími. En mér er eiður sær, í einu erindinu kom eiginlega ekkert fram annað en einhver saga um tvo starfsmenn sem sagt var upp störfum og þeir urðu svo fúlir að þeir brutust inn. Þetta tók mig ekki hálftíma!
Ráðstenan hafði nú samt sínar björtu hliðar. Sumum fyrirlesurunum tókst að vera svo fyndnir að fólk var farið að velta fyrir sér hvort þeir væru öryggisráðgjafar eða bara með venjulegt uppistand. Síðan bjargaði það náttúrulega gjörsamlega þessari ráðstefnu að hitta gamla vini og kunningja sem ég hef ekki hitt í mörg ár. Þetta var því bara svaka fínt þegar upp er staðið þó ég hafi kannski ekki lært svo mikið. Alltaf gaman að bulla við Hjördísi, sem er allt í einu orðin bæði kollegi og viðskiptavinur!
No comments:
Post a Comment