Stundum skil ég ekki neitt í pólitík!
Og ef þú vil ekkert lesa um pólitík, þá ekki lesa þennan bloggpistil minn. Ef þú síðan hefur meira vit en ég þá máttu alveg leiðrétta mig.
Af hverju má Guðbrandur forstjóri ekki segja það sem honum finnst. Ef hann er viss um að hann fari á hausinn ef hann þarf að borga eitthvað fyrir auðlindina, þá má hann það svo sem alveg. Varla fer fólkið hjá honum að kjósa í samræmi við einhvern hræðsluáróður forstjórans.
Og síðan er mér spurn, ég skil þennan áróður alls ekki. Ef þjóðin verður losuð undan þessu kvótakerfisóréttlæti með því að eitthvað af kvóta verður boðinn upp, þá getur svo sem vel verið að verst stöddu fyrirtækin fari á hausinn. Hafi ekki efni á að kaupa kvótann á því verði sem hann fæst á. En þá kaupa bara einhverjir aðrir kvótann, veiða fiskinn og væntanlega fer þá fólkið að vinna fiskinn annars staðar. Þetta er hvort sem er alltaf að gerast. Kvóti færist á milli útgerða einn fer á hausinn og annar tekur við en eftir sem áður þá verður væntanlega sama magn af fiski veitt og unnið í kringum landið. Það eina sem gæti tekið vinnuna endanlega frá fólkinu væri að fiskurinn yrði allur unninn óunninn úr landi.
No comments:
Post a Comment