Friday, May 02, 2003

Upp upp, mín sál - Gunnar Þór er frábær!



Um daginn fóru fjórir upp á Esjuna:

Toppinn Einar Ragnar fann
fyrstur allra manna
Mun Árni árna heillað þann
þreitta gæða glanna

Helgi Helga þriðji fór
fagnandi og glaður
Svavar, Kvar er ann? sór
síðan að verða meiri maður

En á morgun munu fleiri fara
upp á fagurgróna fjallið
þótt veðurguðir við því vara
að hátt orðið getur fallið

Í frosthörkum en fögru veðri
Verður eflaust gaman
Í góðum skóm úr góðu leðri
ganga allir saman

Anna Sigga, Einar Ragnar,
einnig ég og þú
fer með okkur, reinir Agnar,
og allt í góðri trú.

Í Hvannadali ætlum okkur
eftir rúman mánuð
megi Guð og gæfan okkur
vera okkur lánuð


Höf: Gunnar Þór Gunnarsson

No comments: